Góður gangur á framkvæmdunum í Landeyjahöfn

27.Júlí'09 | 04:17

Landeyjahöfn bakkafjara bakki

Vinna við Landeyjahöfn gengur mjög vel, jafnvel heldur betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Verktakinn Suðurverk hefur nú lokið við útkeyrslu á öllu kjarnaefni og mótað ytri hlið beggja brimvarnargarðanna sem munu skýla höfninni fyrir ágangi sjávar
Næsta skref verður að móta hausendana, en þar er uppbyggingin önnur og öflugri, enda álagið þar mest. Vestari garðurinn er orðinn um 655 metra langur og sá eystri 550 metrar, en endanleg lengd þeirra verður nálægt 700 metrum. Nýkomin er til landsins sérlega langur gröfuarmur sem mun auðvelda alla vinnu við brimvarnargarðana þegar hann verður tekin í notkun í næstu viku.

 

Margir eru að vonum áhugasamir um þetta mikilvæga verkefni fyrir Vestmannaeyjar og Suðurland, en af öryggisástæðum er almenn bílaumferð af svæðinu óleyfileg. Meðfylgjandi eru myndir sem teknar hafa verið úr lofti af framkvæmdinni á undanförnum vikum og einnig samþykkt deiliskipulag af svæðinu. Jafnframt er bent á vefmyndavél hér á síðunni sem sendir myndir frá Landeyjahöfn á um mínútu fresti.

Fleiri myndir má sjá hér

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is