Ein líkamsárás var kærð til lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar

27.Júlí'09 | 13:45

Lögreglan,

Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið og var hluti af verkefnum lögreglu að undirbúa komandi Þjóðhátíð.  Eftirlit við komu Herjólfs hefur verið aukið m.a. með leit á fólki og í bifreiðum.

Ein líkamsárás var kærð til lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar en um er að ræða árás sem átti sér stað á bifreiðastæðinu fyrir norðan Hásteinsblokkina.  Þarna hafði verið sparkað í höfuð manns en sá sem varð fyrir árásinni og árásarmaðurinn höfðu átt óuppgerðar sakir síðan á Goslokahátíðinni í byrjun júlí.  Árásarmaðurinn var handtekinn og fékk að gista fangageymslur lögreglu.  Sá er fyrir árásinni varð var fluttur á Heilsugæslustöð Vestmannaeyja þar sem gert var að sárum hans en hann fékk m.a. skurð við gagnauga.  

Sama dag og árásin varð var lögreglu tilkynnt um tjón á bifreið sem stóð á bifreiðastæðinu norðan Hásteinsblokkarinnar og er ýmislegt sem bendir til þess að tjónið hafi orðið út frá árásinni sem varð þar. Um er að ræða brotin hliðarspegil og rispur á bifreið.  Þessi tvö atvik eru í rannsókn hjá lögreglu.

Fjögur umferðarlagabrot eru skráð í dagbók lögreglu í vikunni sem leið og er m.a. um að ræða hraðakstur þar sem bifreið var ekið á töluverðum hraða eftir Strandvegi og framúr tveimur bifreiðum á gatnamótum Strandvegar og Formannasunds og síðan áfram sem leið lá upp á hraun. Mældist hraði bifreiðarinnar rétt um 100 km/klst. þar sem henni var ekið eftir Skansvegi og Eldfellsvegi.

Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í vikunni en í öllum tilvikum var um minniháttar óhöpp að ræða og engin slys á fólki.

Í tilefni af komandi verslunarmannahelgi vill lögreglan minna foreldra og forráðamenn barna á að útivistareglurnar eru í gildi þessa helgi eins og aðra daga ársins.   Þá er rétt að benda á að ungmenni yngri en 18 ára eiga ekkert erindi á útihátíð án þess að vera í fylgd með fullorðnum.  Foreldrar og forráðamenn geta ekki varpað allri ábyrgð á velferð barna sinna yfir á aðra "Takið sjálf ábyrgð á ykkar börnum".

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.