ÍBV vann mikilvægan sigur í fjörugum leik

24.Júlí'09 | 08:16

fótbolti

ÍBV vann í kvöld sinn þriðja sigur í Pepsi-deildinni í sumar þegar að liðið sigraði Breiðablik 4-3 á útivelli. Sigurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir framhaldið í deildinni, en ÍBV er í fallbaráttu ásamt Þrótti, Grindavík og Fjölni.
Augustine Nsumba kom inn sem varamaður þegar að rúmar tíu mínútur eftir. Þá var staðan 3-2 fyrir Blika, en Nsumba kláraði dæmið með tveimur mörkum.

Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks gerði aðeins eina breytingu á liðsskipan sínu frá því í 4-0 tapi gegn Þrótti í síðustu umferð. Ingvar Þór Kale kom inn í markið fyrir Sigmar Inga Sigurðsson.

Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV gerði einnig eina breytingu á sínu liði frá því í síðasta leik þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Framara. Yngvi Magnús Borgþórsson kom inn fyrir Gauta Þorvarðarson.

Eyjamenn mættu mjög sterkir til leiks í kvöld og uppskáru mark strax á þriðju mínútu. Crewe-mennirnir Ajay Leitch-Smith og Christopher Clements áttu báðir þátt í því. Clements tók þá hornspyrnu og Leitch-Smith skoraði eftir usla í teig Blika.

Leikurinn varð frekar rólegur eftir þetta fyrsta mark ÍBV. Fyrri hálfleikurinn í kvöld var voða skrýtinn framan af. Alls komu þrjú mörk, en ekki var mikið um góð marktækifæri fyrir utan þessi mörk.

Kristinn Steindórsson skoraði sitt annað mark í tveimur leikjum þegar að hann fékk sendingu inn fyrir vörn gestanna frá gömlu kempunni Arnari Grétarssyni. Það má setja spurningarmerki við Elías Fannar Stefnisson markvörð ÍBV, en hann hefði átt að koma út á móti Kristni. Það gerði hinsvegar ekki og Kristinn lék á hann áður en að boltinn endaði í netinu.

Christopher Clements var ekki lengi að koma gestunum yfir á ný. Það tók aðeins fimm mínútur. Clements skoraði þá eftir klaufagang í vörn Breiðabliks.

Eins og áður sagði var ekki mikið um opin marktækifæri í þessum fyrri hálfleik að utanskildum mörkunum sjálfum og mikið jafnræði var með liðunum þennan seinni part fyrri hálfleiks.

ÍBV var 2-1 yfir þegar að flautað var til loka fyrri hálfleiks. Ólafur Kristjánsson var ekkert að hika við hlutina og gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik. Þeir Guðmann Þórisson og Guðmundur Pétursson komu inn fyrir Finn Orra Margeirsson og Kristinn Jónsson. Þeir Guðmann og Guðmundur áttu eftir að koma við sögu.

Blikar virkuðu ferskari til að byrja með í seinni hálfleik og Guðmundur sem er á láni frá KR skoraði eftir átta mínútna leik. Aftur var það Arnar Grétarsson sem átti stoðsendinguna, en nú var það eftir aukaspyrnu utan af velli.

Liðin skiptust á að sækja eftir þetta mark Guðmundar og fengu bæði lið ákjósanleg marktækifæri.

Guðmann Þórisson kom Blikum yfir þegar að tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka en þá fékk hann mjög svo skemmtilega sendingu frá Kristni Steindórssyni og afgreiddi síðan boltann vel.

Margir töldu sigurinn vera í höfn hjá Blikum, en þeir höfðu nú oftar en einu sinni tapað niður forskoti í sumar. Tvisvar höfðu þeir misst 2-0 forystu niður í 3-2 tap. Eyjamenn voru ekkert minni menn en KR og FH og náðu einnig að knýja fram sigur eftir að hafa verið undir gegn Blikum.

Það var varamaðurinn Augustine Nsumba sem að sá um að skora þessi tvö mörk sem tryggði Eyjamönnum sigur í leiknum í kvöld. Blikar voru orðnir mjög pirraðir undir lokin og fengu leikmenn liðsins nokkur gul spjöld að launum.

Gríðarlega skemmtilegum fótboltaleik lauk með 4-3 sigri ÍBV, sem eru komnir í aðeins betri stöðu í fallbaráttunni, sem virðist ætla að vera spennandi í haust.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.