Framkvæmdir ganga vel í Dalnum

24.Júlí'09 | 10:08
Vel hefur gengið undanfarna daga að koma upp þeim mannvirkjunum í Herjólfsdal en miklar breytingar hafa verið gerðar á stóra sviðinu og sjoppunum.

 

Í gær var Vitanum komið fyrir á sínum stað í og er það mál manna að Vitinn sé glæsilegasta mannvirkið í Dalnum eins og undanfarinn ár. Myllunni var einnig komið fyrir í gær á sínum stað og var Myllan fyrsta mannvirkið sem sett var í gang með ljósum og öllu og voru það rafvirkjarnir í Dalnum sem sáu alfarið um Mylluna í ár enda hafa Myllumenn ekkert látið sjá sig. Gárungarnir segja að Myllumenn séu eitthvað viðkvæmir  fyrir mannvirkinu enda er Myllan Hollenskt fyrirbæri og því nátengd deilum Íslands og Hollands um Icesave.

Eyjar.net heyrðu í Tryggva Má framkvæmdastjóra þjóðhátíðarinnar og sagði hann að framkvæmdirnar gengju vel en mesta vinnan væri eftir í stóra sviðinu og sjoppunum. Tryggvi Már skoraði á fólk að mæta í Dalinn í kvöld og á morgun til að aðstoða við það sem eftir er. Veðurspáin er ekki góð fyrir sunnudag og mánudag og því mikilvægt að klára sem mest fyrir þann tíma. Einnig vildi Tryggva Már skora á starfsmenn Eyjablikks að fara að mæta í Dalinn en þeir hafa talað um að mæta í Dalinn undanfarna níu mánuði en ekkert hefur sést til þeirra enn sem komið er.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.