Vonleysi er vandamál

21.Júlí'09 | 08:10

írís

ÞAÐ er að koma æ betur í ljós þessa dagana að hefðbundið verklag stjórnmálanna dugar ekki til að takast á við og leysa þau stóru og aðkallandi efnahagslegu og pólitísku vandamál sem þjóðin á við að glíma. Kannski eru þau einmitt svo óvenjuleg og stór að þau kalla á óvenjulega pólitíska nálgun til lausnar. Nægir hér að nefna þau tvö mál sem hæst hefur borið í umræðunni upp á síðkastið: Icesave og aðildarviðræður við Evrópusambandið.
Það er ekki bara að stjórn og stjórnarandstöðu greini á um þessi mál - og auðvitað stjórnmálaflokkana innbyrðis - heldur eru afar skiptar skoðanir um þau innan flokkanna sjálfra. Og svo er raunar um fleiri brýn úrlausnarefni þessa dagana. Vikum og mánuðum saman hafa þessi mál tekið upp allan þrótt stjórnmálamanna - án niðurstöðu. Alþingi og ríkisstjórn veita þjóðinni ekki þá forystu og leiðsögn út úr vandanum sem hún á heimtingu á. Það hefur myndast einhverskonar pólitísk stífla sem verður að rjúfa ef allur gróður fyrir neðan hana á ekki að skrælna upp og deyja.

Það mætti líkja þessu við að þjóðarskútan hefði steytt á skeri. Hluti áhafnarinnar féll fyrir borð, - það kom leki að skipinu og sjórinn fossar inn. Skipstjórnarmenn standa í brúnni og deila um hvert eigi að sigla. Átta sig ekki á því að það verður ekkert siglt fyrr en lekinn hefur verið stöðvaður og áhöfnin er komin um borð aftur.

Af hverju ekki að rjúfa þessa stíflu með því að mynda þjóðstjórn í afmarkaðan tíma um afmörkuð verkefni? Það þarf að koma bankakerfinu og fjármálalífinu aftur á laggirnar, - það þarf að komast að niðurstöðu um aðferðafræðina varðandi Icesave og aðildarumsókn að Evrópusambandinu, - það þarf af fremsta megni að forðast stórfellt atvinnuleysi og koma í veg fyrir að venjulegt fólk missi íbúðarhúsnæði sitt og verði gjaldþrota í stórum stíl.

Af hverju ekki að mynda þjóðstjórn um þessi brýnustu verkefni í 12-14 mánuði - skrúfa fyrir lekann - og kjósa svo um hvert skuli sigla skipinu? Það myndi að minnsta kosti vekja með þjóðinni einhverja trú og von um að við værum á leið út úr vandanum. Vonleysið getur nefnilega orðið meira vandamál en efnahagsvandinn!

Höfundur er grunnskólakennari og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is