Knattspyrna er stöðug áskorun

21.Júlí'09 | 07:57
Andrew Mwesigwa átti stjörnuleik í vörn Eyjamanna í kvöld og bjargaði því sem bjargað varð og var því í nokkuð góðu skapi í leikslok.
„Þegar við töpum þá töpum við sem lið, við börðumst vel og þá sáu það allir að markið sem við fengum á okkur var mikil óheppni hjá markverðinum en hann er ungur og á bjarta framtíð fyrir höndum sér."

Andrew var einnig nokkuð ánægður með spilamennsku liðsins.

„Við erum alltaf að verða sterkari. Þetta er þriðji leikurinn sem við sýnum flottan fótbolta og leikmenn eru að fyllast af sjálfstrausti og það má vel vera að við séum að hrökkva í gírinn of seint en það er gott að byrja seinni umferðina vel því það er nóg eftir."

Aðspurður að því hvort eitt stig sé ásættanlegt á heimvelli svaraði hann því að í fótbolta væri ekkert kannski þetta og kannski hitt.

„Það er ekki hægt að hvað ef. Fótbolti er bara fótbolti og í 90 mínútur geturðu haft áhrif á útkomu leiksins en ekki eftir leikinn það er ekkert hvað ef."

Andrew sagði að lokum að það væri ekki annað hægt en að vera bjartsýnn á framhaldið hjá ÍBV.

"Ég er fótboltamaður og er því bjartsýnn. Fótbolti er áskorun og við munum taka áskorunum með baráttu í hjarta."

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.