Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna

20.Júlí'09 | 12:05

Lögreglan,

Eins og í vikunni á undan var frekar rólegt hjá lögreglu og rólegt yfir skemmtanalífi eyjanna um helgina.  Eitthvað var samt um að lögreglan þurfti að aðstoða fólk sökum ölvunar en það telst varla til tíðinda.
Að kvöldi sl. laugardags komu lögreglumenn í eftirliti að lyftara sem lá á hliðinni á Friðarhafnarbryggju, norðan Ísfélagsins, og var ökumaðurinn fastur með rist vinstri fótar undir húsi lyftarans. Þurfti að fá annan lyftara til að losa manninn og var maðurinn í framhaldi af því fluttur á sjúkrahús Vestmannaeyja þar sem hann gekkst undir aðgerð. Ekki er ljóst hver orsök slyssin voru og er málið í rannsókn.

Undir miðnætt sl. laugardagskvöld var lögreglu tilkynnt um umferðarslys í Herjólfsdal en þarna hafði stúlka orðið fyrir bifreið með þeim afleiðingum að talið er að hún hafi handleggsbrotnað og eins hlaut hún sár á höfði.

Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá voru tveir ökumenn kærðir fyrir að vera ekki með öryggisbelti spennt í akstri. Auk þess liggja fyrir kærur vegna ólöglegrar langingar ökutækis og notkun farsíma við akstur án handfrjáls búnaðar.

Nú þegar styttist í Þjóðhátíð, rétt rúm vika til stefnu, er rétt að hvetja almenning til að aðstoða lögregluna í baráttunni við þá bölvun sem fylgir fíkniefnum og fíkniefnaneyslu. Hvetur lögreglan því fólk til að vera vakandi varðandi hugsanlegan flutning fíkniefna til Eyja fyrir Þjóðhátíðina. Fíkniefnaneysla er því miður orðin viðvarandi fylgifiskur Þjóðhátíðar og þarf lögreglan á allri þeirri aðstoð að halda sem í boði er til að stemma stigu við þessum ófögnuði. Fólk er hvatt til að taka ekki með sér farangur eða pakka til Eyja, fyrir aðra, ef grunur leikur á að í þeim séu fíkniefni, þetta er þekkt leið til að koma fíkniefnum á milli landshluta og er fólk því hvatt til að vera á varðbergi. Þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um hugsanleg fíkniefnamisferli geta hringt í síma lögreglunnar í Vestmannaeyjum 481 1665 eða sjálfvirkan símsvara Ríkislögreglustjóra 800 5005. Fullum trúnaði er heitið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.