Sjórinn hreinlega kraumaði

17.Júlí'09 | 12:33

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

„Sjórinn var svartur og það er óhætt að segja að sjórinn hafi hreinlega kraumað,“ segir Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari í Vestmannaeyjum.

Fjöldi fólks varð vitni að stórkostlegu sjónarspili í gærkvöld þegar makríltorfur óðu með öllum Ofanleitishamrinum og alveg inn í Smáeyjarsund.

Nokkrir tugir manna stóðu á Hamrinum og fylgdust með í kvöldkyrrðinni.

„Hann hlýtur að hafa verið þarna í síli eða öðru æti. Ég hef lent í að fara gegnum síldartorfur á þessum slóðum en ekki makríltorfur" segir Sigurgeir Jónason.

Myndir sem Sigurgeir ljósmyndari tók má sjá hér

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.