Tvær þjóðir í einu landi

15.Júlí'09 | 08:01

Sindri Ólafsson

Kunningi minn hér í bæ fór fyrir nokkru til Reykjavíkur á fund fyrir hönd sinnar starfstéttar til þess að ræða nýjan stöðugleikasáttmála stjórnvalda og atvinnulífsins. Þar lenti hann á spjalli við gamlan kollega sinn úr borginni. Eftir að hafa skipst á kurteisishjali var Eyjamaðurinn spurður frétta, hann sagði allt þokkalegt að frétta af sér og sínum svo fiskaðist ágætlega þannig að hann gæti svo sem ekki kvartað. Þá spurði borgarbúinn hvort að Eyjamaðurinn væri að róa sér til búdrýginda, hann sagði svo ekki vera. Þá spurði borgarbúinn hvaða máli skiptir það þig þá?

Þessi litla saga er lýsandi dæmi um það sem er að gerast í þessu landi okkar. Það er stór hópur af almennt talið vel gefnu fólki sem heldur því fram að við Íslendingar getum bara komist ágætlega af án þess að vera að sækja sjóinn eða vinna fisk, það sem er enn sorglegra er að þeir eru til hér í Vestmannaeyjum sem halda því fram að við getum vel þrifist eingöngu á því sem gerist fyrir ofan Strandveg. Þegar ég fletti niður þann vefmiðil (þegar þetta er skrifað) sem flestir Íslendingar treysta á þá er í 30 nýjustu innlendu fréttunum, engin frétt af sjósókn eða aflabrögðum. Þetta á við um flesta stóru fréttamiðlana sem flytja okkur skammarlega lítið af sjávarútvegsfréttum frá degi til dags.

Nýjasta útspil "sjávarútvegs"ráðherra og viðbrögð almennings varðandi makrílveiðar lýsa því mjög vel hversu illa upplýst íslenska þjóðin er um sjávarútveg, sjósókn og ráðstöfun aflaheimilda. Veiðarnar eru stöðvaðar af því að hratt gengur á útgefinn makrílkvóta, en nauðsynlegt er að eiga eitthvað af honum þegar veiða á norsk-íslensku síldina því þar verður makríll alltaf meðafli, en þessu ástandi hefði auðveldlega mátt afstýra.

Núverandi makrílkvóti er gefinn út sem heildarkvóti en ekki gefin út á skip eins og annar kvóti í uppsjávarfiski. Það merkir að veiðar eru takmarkaðar við ákveðið magn en hvert skip má aftur á móti veiða ótakmarkað meðan heildaraflinn er innan þessara marka. Það þarf engan fræðimann til að sjá það í hendi sér að auðvitað stunda menn veiðar eins og enginn sé morgundagurinn meðan eitthvað er eftir í pottinum. Það hefur líka áhrif á þetta kapp manna að þeir hafa trú á því að bráðlega verði gefinn út kvóti á skip og þá er veiðireynsla undanfarinna ára sem liggur til grundvallar magns á úthlutun á hvert skip. Þessi heildarkvóta úthlutun er mjög slæm ákvörðun sjávarútvegsráðherra VG í stað þess að halda áfram að stýra okkar fiskveiðum með besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi og stuðla þannig að skynsamlegri nýtingu og hámörkun aflaverðmæta.

Önnur lausn sem mér líkar síður er sú að hreinlega gefa út aukinn kvóta því það virðist vera talsvert magn af makríl um allan sjó og ekkert annað en Norðmenn "vinir" okkar því til fyrirstöðu.
    Sindri Ólafsson Formaður Eyverja

Tekið af www.eyverjar.is

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.