Pláss fyrir fleiri þjóðhátíðargesti

13.Júlí'09 | 10:17
Með stærri brekku, nýju sviði og endurbættum tjaldstæðum komast fleiri Þjóðhátíðargestir en áður fyrir í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum. Um 13.000 manns sóttu hátíðina í fyrra.
Hugmyndin er að gera mannvirkin í Herjólfsdal varanlegri til að nýta þau betur yfir sumarið og einfalda um leið undirbúningsvinnu hátíðarinnar. Nýja Brekkusviðið mun snúa meira til norðurs en það gamla. Þannig nýtist brekkan betur og rúmar fleiri gesti en fyrr.

Páll Scheving Ingvarsson í Þjóðhátíðarnefnd segir að það þurfi að bæta aðstæður í dalnum og efla alla umgjörð svo unnt sé að taka á móti fleira fólki. Eyjamenn vilji sem fyrr þjónusta sína gesti vel.

Í ljósi aukinnar flutningsgetu með tilkomu nýrrar Landeyjahafnar að ári hefur verið rætt hvort það þurfi að takmarka fjölda gesta á Þjóðhátíð Vestmannaeyja í framtíðinni.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is