Jafntefli hjá ÍBV og Keflavík í Eyjum

13.Júlí'09 | 10:23

Liðsmynd ÍBV Karla fótbolti 2008 taka 2

ÍBV og Keflavík skildu jöfn, 2-2, í fjörugum leik í Pepsi-deild karla í fótbolta í Eyjum í kvöld. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik.

Gestirnir í Keflavík fengu fljúgandi start á leiknum á Hásteinsvelli og framherjinn Haukur Ingi Guðnason skoraði tvö mörk á fyrsta rúma stundarfjórðungi leiksins.

Heimamenn í ÍBV létu það þó ekki slá sig út af laginu og skoruðu tvö mörk með mínútu millibili á 26. og 27. mínútu bæði með skalla eftir föst leikatriði. Fyrst var það Eiður Aron Sigurbjörnsson sem skoraði og svo Andri Ólafsson. Staðan var jöfn, 2-2, í hálfleik.

Það dró til tíðinda á 71. mínútu þegar Viðar Örn Kjartansson fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt og Eyjamenn því manni færri á síðustu tuttugu mínútum leiksins.

Það kom þó ekki að sök því Keflvíkingum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn og lokatölur urðu sem segir 2-2.

Nánari umfjöllun um leikinn með tölfræði og viðtölum birtist á Vísi síðar í kvöld.

Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik ÍBV og Keflavíkur í 11. umferð Pepsi-deildar karla.

Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: ÍBV - Keflavík

Það er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.