15 milljarða lækkun eftir skerðingu

12.Júlí'09 | 13:44

Ísfélag Vestmannaeyja Ísfélagið

Útflutningsverðmæti sjávarafurða mun lækka um fimmtán milljarða króna eftir skerðingu á kvóta, að mati útgerðarstjóra Ísfélags Vestmannaeyja. Að hans mati var þörf á því að minnka ýsukvótann en hann telur 30.000 tonna skerðingu vera of stórt stökk.
Á komandi fiskveiðiári minnkar þorskkvótinn um 12.500 tonn og ufsakvótinn um 15.000 tonn. Mest er skerðingin í ýsu en þar minnkar kvótinn um ríflega þriðjung, um 30.000 tonn.

Um tíu prósent ýsukvótans er í eigu útgerðarfyrirtækja í Vestmannaeyjum. Í hádegisfréttum sagði Magnús Kristinsson útgerðarmaður í Eyjum að skerðing ýsukvótans væri of mikil og að auka þyrfti við þorskkvótann.

Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélags Vestmannaeyja, segir skerðingu ýsukvótans vera miklu meiri en hann hafi átt von á. Hann segir að eðlilegra hefði verið að minnka kvótann um 10.000 tonn og endurskoða stöðuna að ári. Eyþór telur að útfllutningsverðmæti ýsu muni lækka um sjö til átta milljarða króna á næsta fiskveiðiári og um annað eins vegna skerðingar ufsa- og þorskkvóta.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is