Hátíð er í bæ

10.Júlí'09 | 12:46

María

„Að mati sérfræðinga og vísindamanna er það staðreynd, að gígurinn er lokaður og gosvirkni í fellinu hætt. Þar sem ekki er hins vegar enn laust við gasmengun í miðhluta bæjarins, einkanlega á svæði vestur af Heiðarvegi, upp að Hásteinsvegi, Hvítingavegi og Birkihlíð, eru því þeir, sem hug hafa á að setjast að á umræddu svæði, beðnir að hafa samband við Almannavarnanefnd Vestmannaeyja í síma 99-6911 eða 99-6912 og fá þar upplýsingar um ástand með tilliti til gasmengunar. Nefndin vill jafnframt ítreka að foreldrar láti ekki börn sín vera fylgdarlaus á umræddu svæði.“

Svo hljóðar tilkynningin sem birtist frá Almannavarnarnefnd þann 3.júlí árið 1973, tilkynningunni var skiljanlega fagnað af öllum þeim. sem á þessum tíma höfðu gengið í gegnum ótrúlega mánuði. Sumir höfðu misst allt sitt, orðið viðskilja fjölskyldumeðlimum og verið hálf heimilslausir frá gosbyrjun. En þrátt fyrir allt sem á undan hafði gengið, snéru Eyjaskeggjar til baka og hófu hreinsunarstörf af miklum krafti. Talið er að rúmum 2 mánuðum síðar hafa verið búið að aka um 800.000 smálestum af götum bæjarins.

Lítill pistil mun aldrei ná að  lýsa þeirri raun eyjamanna að vakna upp við eldgos í  bakgarðinum, enda hefur eldgosið bundið alla Eyjamenn einhverjum ólýsanlegum böndum og að mörgu leiti sett sterkan svip á okkar samfélag og gerir enn. Það er því frábært að Eyjamenn skuli halda upp á goslokin með þeim hætti sem nú er gert og var hátíðin í ár einstaklega vel heppnuð.    Allir þeir sem komu að skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar eiga mikið hrós skilið fyrir það hvernig til tókst og var hátíðin í heild Vestmannaeyjum til sóma. Að mati höfundar er sú staðreynd að nær einungis Eyjamenn myndi þá frábæru heild sem hátíðin er,  geri það að verkum að einstakur sjarmi, hlýleiki, skemmtun og gleði umlykur Eyjarnar þessa helgi. Þó að bæjaryfirvöld komi vel að hátíðinni er enn skemmtilegra að sjá þá einstaklinga sem setja svip sinn á hátíðina. Allt frá því að skipuleggja tónleika, spila tónlist, heilgrilla naut, halda listasýningar, leiða göngur, halda hlöðuball, opna krærnar fyrir gesti, sinna gæslustörfum og hvað eina. Allt þetta gerir þessa helgi alveg hreint frábæra fyrir jafnt heimamenn sem gesti, unga sem aldna.

Það er því alveg nauðsynlegt að eyjamenn haldi vel á spilunum og sjái til þess að Goslokahátíðinni verði haldið á sömu nótum næstu árin, en ekki breytt á kostnað þess sjarma sem hátíðin hefur.  Á goslokum er minnst alls þess sem einkenndi gosið, hvort sem þú upplifðir það, mamma þín, pabbi, amma, afi, frændi eða vinur. Við berum öll sterkar tilfinningar til goslokanna og því ber að fagna hversu vel hefur til tekist við framkvæmd hátíðarinnar undanfarin ár, höldum því áfram.  

María Guðjónsdóttir
Stjórnarmeðlmur Eyverja
tekið af www.eyjverjar.is

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).