13 ára gutti slær í gegn á meistaramótinu.

10.Júlí'09 | 20:16

golfklúbbur Vestmannaeyja

Óhætt er að segja að sá kylfingur sem hefur komist mest á óvar í meistaramótinu sé hinn 13 ára Jón Ingason. Jón er sonur Inga Sigurðssonar fyrrum Vestmannaeyjameistara í golfi. Jonni, eins og hann er kallaður, er í efsta sæti í 2.flokki og væri í 3. sæti í fyrsta flokki á þessu skori. Hann spilaði fyrsta daginn á 80 höggum en bætti svo um betur á öðrum keppnisdegi og lék á 78 höggum. Þarna er greinilega á ferð mjög efnilegur kylfingur sem við munum vonandi sjá spila á móti þeim bestu í framtíðinni.

Þess má til gamans geta að Jonni hefur sigrað karl föður sinn báða keppnisdagana og hefur 16 högga forystu í keppninni "Hver er bestur á Litlagerði 3"?

frétt tekinn af gvgolf.is sem er heimasíða Golfklúbbsins í Vestmannaeyjum

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.