Ekkert hámark á fjölda seldra miða á Þjóðhátíðina

9.Júlí'09 | 12:45
Miðað við fjölda seldra farmiða í Herjólf og hjá Flugfélagi Vestmannaeyja og Flugfélagi Íslands þá stefnir í enn eina stórhátíðina í eyjum yfir verslunarmannahelgina.

 

Í nótt var fólk byrjað að safnast saman fyrir utan afgreiðslu Flytjanda í Reykjavík enda var byrjað að selja klukkan 08:00 þá miða sem að bókaðir höfðu verið en ekki verið greitt fyrir.

Eyjar.net hafði samband við Tryggva Má Sæmundsson framkvæmdastjóra Þjóðhátíðarinnar og spurði hann úti í það hvort að hámark væri á fjölda seldra miða í dalinn.
Tryggvi sagði að svo væri ekki í ár en starfandi væri starfshópur sem væri að fara yfir allt sem viðkemur þjóðhátíðinni í ljósi þeirra staðreyndar að á næsta ári verður byrjað að sigla á Landaeyjahöfn.

Tryggvi sagði einnig að forsalan færi vel af stað og miðað við sama tíma í fyrra væri salan töluvert meiri. Forsalan fer fram í 10-11 búðunum og Skýlinu í eyjum.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is