Hundinum Dímon finnst skemmtilegast að spranga

7.Júlí'09 | 09:03

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Hundurinn Dímon veigrar það ekki fyrir sér að spranga í Vestmannaeyjum. Eigandinn segist vera stoltur af hundinum og vonast til að hann geti kennt öðrum dýrum að spranga.
„Hann er alltaf sprangandi, hann bara elskar það. Þetta er það skemmtilegasta sem hann gerir. Hann er ekkert hrifinn af boltum eða öðru slíku, hann vill bara spranga," segir Marika Fedorowicz, eigandi Dímons. Þau fara að spranga á hverjum degi, en þurfa stundum að bíða færis ef þröng er á þingi. Dímon bítur eða stekkur í reipið og spyrnir í, eins og alvanur Eyjamaður á Spröngunni svokölluðu.

Dímon er tveggja ára Rottweiler, en Marika keypti hann í Reykjavík fyrir einu og hálfu ári. Hann kynntist ekki aðaláhugamáli sínu fyrr en komið var til Vestmannaeyja. „Við vorum bara að labba þegar hann sá fólk spranga í fyrsta skipti. Hann varð alveg óður þannig að við fórum aftur og ég leyfði honum að prófa. Ég vissi ekki að honum fyndist þetta skemmtilegt. Það kom mér mjög á óvart auðvitað, hvaða hundur sprangar?" Þau Marika og Dímon eru því alsátt í Eyjum.

Hún segir Dímon ekki réttnefni. „Af því að hann er Rottweiler heldur fólk að hann sé grimmur. Hann er það alls ekki, hann er mjög góður hundur."
Hún segir vegfarendur reka upp stór augu þegar þeir sjá til hans. „Auðvitað. Það eru allir mjög hissa á þessu." Hún veit ekki til þess að nokkur annar hundur geri þetta.

Sjálf er hún hrædd við að spranga. „Ég gerði það einu sinni og dó næstum. Ég datt og mig langar ekki til þess síðan." Er hundurinn þá hugrakkari en eigandinn? „Algjörlega, og hann er miklu sterkari en ég," segir Marika og hlær.

Mariku dreymir um að stofna dýrahótel í Vestmanneyjum. „Ég er alin upp í kringum hunda og ég elska þá. Ég elska öll dýr. Kannski þegar kreppan er liðin, en ekki nákvæmlega núna." Kannski Dímon geti þá kennt hinum dýrunum að spranga? „Kannski. Hann er rétti kennarinn."

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.