Hitt er svo annað að farþegaskip má hreinlega ekki bila

7.Júlí'09 | 13:28

Herjólfur

Um helgina bilaði Herjólfur og þurfti skipið að sigla á annari vélinni með tilheyrandi seinkun á áætlun. Legur fóru í kambás annarar vélarinnar og þurfti að pannta varahluti í vélina frá Danmörku til að laga kampásin.

Eyjar.net heyrðu í Elliða Vignissyni bæjarstjóri sem hafði verið í sambandi við Eimskipsmenn sem eru rekstraraðili Herjólfs.

"Bilunin nú fólgin í úrbræddum kambáslegum á annari vélinni. Var í fyrstu talið að tvær oftustu legurnar væru farnar en tvær varalegur voru til um borð en þegar farið var í að skipta um þessar legur kom í ljós að fleiri legur voru úrbræddar og var ákveðið að skipta um allar legurnar á þessum kambás. Panta þurfti legur frá Danmörku og komu þær í gærkvöldi og var farið í að skipta þeim út og því siglt á annari vélinni. Reiknað er með að verkið klárist í nótt og Herjólfur sigli samkvæmt áætlun í morgun þriðjudag".

Nú hafa bilanir á Herjólfi verið tíðar síðustu mánuði enda skiptið komið til ára sinna og upplýsingaflæðið til farþega ábóta vant. Er verið að fara yfir þá hluti?
"Hvað sem öllu líður þá er vart við Eimskip að sakast. Skipið er einfaldlega komið til ára sinna. Ég spurðist sérstaklega fyrir um það hvort að rekstraraðili teldi að bilanir væru óeðlilega tíðar. Þeir vildu ekki meina að svo væri og könnuðust ekki við að að mörgum ferðum hafi verið frestað vegna bilanna. Það má til sannsvegar færa. Hitt er svo annað að farþegaskip má hreinlega ekki bila. Viðhaldi þarf að haga þannig að bilanir séu algerlega í lágmarki. Eftir því skipið eldist þarf meira og reglulegra viðhald. Slíkt er á ábyrgð samgönguyfirvalda sem eiga skipið og greiða fyrir rekstur þess rétt eins og aðrar samgöngur á landinu.

Ég kvartaði einnig yfir skorti á upplýsingum til notenda. Fulltrúi Eimskipa var sammála þeim athugasemdum og benti á að lykilaðilar væru í sumarorlofi og það hefði komið niður á upplýsingaflæðinu. Þeir fara í framhaldinu yfir verkferla."

"Að lokum spurðist ég einnig fyrir um slipptöku í haust. Svör Eimskipa var að til hafi staðið að skipið færi í slipp í apríl en vegna beiðni Vegagerðarinnar um frestun fram á haust vegna hugsanlegra framkvæmda af þeirra hálfu var ákveðið að skipið yrði tekið upp í september. Búið er að panta slippinn 15 september. Það sem Eimskip áformar að framkvæma í þessum slipp er viðgerð á veltiugga, botnskoðun og upptekt á annari aðalvélinni með aðra verkþætti vísa þeir á Vegagerðina. Beðið er eftir endanlegu svari frá Vegagerðinni um hvað þeir hafa ákveðið að framkvæma eins er beðið eftir staðfestingu á hvaða skip mun leysa Herjólf af. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir hefur enn ekki borist svar frá Vegagerðinni og þar um.

Ég skrifaði samgönguráðherra bréf fyrir viku með spurningum um slipptökuna, afleysingarskip og fleira. Hef ekki enn fengið svör en fæ þau vonandi fljótlega."

 

 

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.