Lamdi barnsmóður sína í augsýn barnanna

6.Júlí'09 | 10:19

Lögreglan,

Maður var í dag dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar fyrir héraðsdómi Suðurlands, auk 300 þúsund króna skaðabótagreiðslu til barnsmóður sinnar fyrir líkamsárás, hótanir og brot gegn valdstjórninni. Þá þurfti hann að greiða allan sakarkostnað vegna málsins.
Dóminn hlaut hann fyrir ýmis brot sem hann framdi í Vestmannaeyjum í september á síðasta ári. Þá ruddist hann í heimildarleysi inn á heimili barnsmóður sinnar og gekk í skrokk á henni í augsýn barna þeirra. Maðurinn ýtti við henni, tók hana kverkataki og hótaði henni lífláti. Hann steig einnig á síma í hennar eigu svo hann brotnaði.

Þegar lögreglu bar að garði var maðurinn í annarlegu ástandi og viðhafði ógnandi tilburði við lögreglumennina. Kemur fram í málavöxtum dómsins að hann hafi tekið einn lögregluþjóninn hálstaki og ítrekað hótað honum og félaga hans barsmíðum og lífláti.

Maðurinn bar fyrir dómi að hann myndi óskýrt eftir viðskiptum sínum við lögregluna og ef hann hefði verið með hótanir þá hefði það bara verið eitthvert bull í honum.

Þá var maðurinn einnig sakfelldur fyrir að hafa í desember sama ár hótað dyraverði lífláti vegna vangoldinna skulda í tengslum við fasteignaviðskipti þeirra.

Maðurinn á nokkuð langan brotaferil að baki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is