360 dagar í opnun Landeyjahafnar

6.Júlí'09 | 09:51

Bakkafjara

Framkvæmdir við Landeyjahöfn ganga vel og eru verktakar eitthvað á undan áætlun þessa dagana.

Á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar www.vestmannaeyjar.is er búið að koma fyrir teljara sem telur niður í opnun Landeyjahafnar. Samkvæmd teljaranum eru ekki nema 360 dagar eftir af framkvæmdunum en gert er ráð fyrir því að siglingar hefjist 1.júlí 2010.

Margir hafa mikinn áhuga á framkvæmdum við Landeyjahöfn, enda er þess vænst að höfnin muni verða mikil lyftistöng fyrir mannlíf í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi. Nú hefur vefmyndavél verið komið fyrir í Bakkafjöru og sendir hún á mínútu fresti nýja ljósmynd á heimasíðu Siglingastofnunar þar sem fylgjast má með byggingu hafnarinnar. Áhugafólk um uppbyggingu samgöngumannvirkja geta fundið vefmyndavélina hér .  

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.