Icelandair Volcano open golfmótið hafið í eyjum

3.Júlí'09 | 11:42
Í morgun klukkan 10:00 var ræst út á öllum teigum á golfvellinum og á sumum teigum voru tvo holl enda ásóknin í mótið mikil.
Samtals hófu 120 kylfingar leik í morgun í svartaþoku en upp úr 11:00 byrjaði að létta til og sólin byrjaði að skína á kylfingana. Búist er við að fyrri ráshópur klári um 15:30. Seinni hópur verður svo ræstur út kl. 17:30.

Samtals eru kylfingarnir 240 sem taka þátt í mótinu og er þetta eitt stærsta golfmót landsins ár hvert. Eftir leik á föstudag verður tekið á móti leikmönnum í skála með reyktum lunda. Á laugardagskvöld mun verða glæsileg sjávarréttaveisla og verðlaunaafhending í golfskálanum.

Magnús Steindórsson skósali er meðal þáttakennda í mótinu og eru ekki nein sjáanleg meiðs á kappanum en hann kvartaði undan meiðslum í öxl.

Myndir af byrjun mótsins má sjá hér.

Á vefsíðu golfklúbbsins má fylgjast með mótinu frá vefmyndavél klúbbsins og er hægt að skoða myndavélina hér .

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.