ÍBV á ekki heima í efstu deild

2.Júlí'09 | 09:00
Miðað við frammistöðuna í kvöld þá á ÍBV nákvæmlega ekkert erindi í efstu deild karla. Fylkir sýndi að sama skapi að það er engin tilviljun að liðið er í öðru sæti deildarinnar.
Fyrri hálfleikur á Fylkisvelli í kvöld er einhver ójafnasta viðureign sem undirritaður hefur séð lengi. Fylkismenn grimmir, hraðir, beittir og duglegir á meðan leikmenn ÍBV hlupu um völlinn eins og hauslausar hænur og vissi vart í hvorn fótinn þeir ættu að stíga.

Fyrsta markið kom á 3. mínútu eftir klaufaskap. Næsta mark eftir laglega skyndisókn þar sem varnarmenn ÍBV voru út á túni. Þeir voru einnig meðvitundarlausir í þriðja markinu er Andrés komst inn fyrir bakvörðinn og lagði boltann í teiginn þar sem annar slakur varnarmaður missti af Alberti.

Tek ekkert af Fylkismönnum sem spiluðu glimrandi bolta og hefðu í raun átt að leiða með fimm eða sex mörkum í hálfleik.

Eyjamenn voru ekki með í leiknum. Börðust ekki, tækluðu ekki, voru illa skipulagðir, gáfu slakar sendingar og voru í engum takti. Liðið réð engan veginn við að spila 4-4-2. Það var álíka mikið bil á milli varnar og miðju og á milli Bakka og Eyja. Miðjumennirnir týndir og sóknarmennirnir hefðu allt eins getað verið í Færeyjum.

Það var á köflum aðdáunarvert að fylgjast með Fylkisliðinu. Leikmenn að nota fáar snertingar á bolta, allir leikmenn hreyfanlegir og til í að hjálpa og sóknirnar vel útfærðar. Hefði maður gjarna viljað sjá meira af slíku í síðari hálfleik en þeim fyrirgefst að slaka á þegar leikurinn var í raun unninn.

Fylkir-ÍBV 3-0
1-0 Halldór Arnar Hilmisson (3.)
2-0 Kjartan Ágúst Breiðdal (21.)
3-0 Albert Brynjar Ingason (33.)

Áhorfendur: 936
Dómari: Jóhannes Valgeirsson 6.

Skot (á mark): 24-13 (9-2)
Varin skot: Fjalar 1 - Albert 5
Horn: 10-4
Aukaspyrnur fengnar: 9-13
Rangstöður: 10-1

Fylkir (4-3-3)
Fjalar Þorgeirsson 5
Andrés Már Jóhannesson 7
Ólafur Ingi Stígsson 6
Kristján Valdimarsson 6
Tómas Joð Þorsteinsson 6
Valur Fannar Gíslason 7
Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6
Halldór Arnar Hilmisson 7
(59., Theodór Óskarsson 4)
Ingimundur Níels Óskarsson 7
(74., Kjartan Andri Baldvinsson -)
Kjartan Ágúst Breiðdal 8 - Maður leiksins
Albert Brynjar Ingason 7
(64., Jóhann Þórhallsson 5)

ÍBV (4-4-2)
Albert Sævarsson 4
Pétur Runólfsson 2
(68., Elías Ingi Árnason 4)
Yngvi Magnús Borgþórsson 2
(44., Arnór Eyvar Ólafsson 4)
Matt Garner 3
Þórarinn Ingi Valdimarsson 4
Bjarni Rúnar Einarsson 4
(72., Ingi Rafn Ingibergsson -)
Chris Clements 2
Andri Ólafsson 4
Tony Mawejje 2
Viðar Örn Kjartansson 3
Ajay Leitch-Smith 6

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is