Stofnfjáreigendur stefna í gjaldþrot

1.Júlí'09 | 11:41

Eygló

Í nýju frumvarpi viðskiptaráðherra um fjármálafyrirtæki er gert ráð fyrir því að heimilt verði að lækka stofnfé sparisjóða til jöfnunar taps sem ekki verður jafnað á annan hátt.
Er þetta gert til að auðvelda sparisjóðum að sækja sér nýtt stofnfé, meðal annars á grundvelli neyðarlaganna. Í neyðarlögunum er það skilyrði sett fyrir fjárframlagi ríkissjóðs til sjóðanna að varasjóðir þeirra séu ekki neikvæðir. Það merkir að eigið fé þeirra má ekki vera minna en sem nemur bókfærðu virði stofnfjárins.

Þannig taka stofnfjáreigendur á sig tap sparisjóðsins síðasta ár að því leyti sem það var umfram varasjóð.

Nokkur styr stendur um tillöguna í þinginu, en Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í gær að niðurfærsla stofnfjár þýddi að fjöldi stofnfjáreigenda stefni í gjaldþrot. Hún segir marga hafa tekið lán til að auka við stofnfé sitt á þeim forsendum að gengi eignanna færi aldrei niður fyrir einn, þ.e. að bréf þeirra yrðu aldrei minna virði en nafnverð þeirra segir til um.

Þannig segir hún að verið sé að breyta leikreglunum eftir á.

Hún gagnrýndi þingmenn Vinstri græna harðlega fyrir að styðja frumvarpið, sem hún segir að hafi hingað til viljað tryggja samfélagslegan grunn sparisjóðanna.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is