Verkferlar við mannaráðningar endurskoðaðir

29.Júní'09 | 14:28

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundaði síðastliðinn fimmtudag og m.a. rætt um verkferla við ráðningar hjá Vestmannaeyjabæ og samræmingar starfsreglna.

Fyrir liggur að verkferlar þeir sem samþykktir hafa verið af bæjarstjórn og varða ráðningar á starfsmönnum eru óskýrir.  Verkferlar sem kveðið er á um í bæjarmálasamþykkt, verklagsreglum og starfsmannastefnu stangast hver á við annan og valda þar með óvissu hjá þeim er annast ráðningar.  Slíkt veldur öllum óþægindum og eykur hættu á misklíðum sem skýrir verkferlar kunna að koma í veg fyrir. 

 

Bæjarstjórn felur Elliða Vignissyni og Páli Scheving Ingvarssyni að vinna að samræmingu þessara verkferla sem í framhaldinu verða lagðir til samþykktar í bæjarráði og bæjarstjórn.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.