FH með sigur í Eyjum

29.Júní'09 | 08:01
FH-ingar unnu sinn níunda leik í röð þegar þeir heimsóttu ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld.
Það var leiðindaveður í Eyjum í kvöld en það hafði ekki mikil áhrif á leikmenn FH því strax á níundu mínútu voru þeir komnir yfir eftir fallega sókn. Matthías Vilhjálmsson fékk boltann fyrir utan teig ÍBV, renndi honum til hægri á Atla Guðnason sem sendi fyrir á Atla Viðar Björnsson sem renndi boltanum auðveldlega framhjá Albert í markinu.

Tíu mínútum seinna skoruðu FH-ingar sitt annað mark. Matthías Vilhjálmsson, sem átti þátt í öllum mörkum FH og var frábær í kvöld, fékk boltann rétt fyrir utan teig Eyjamanna.

Engin pressa kom frá varnarmönnum ÍBV og því gat Matthías Vilhjálmsson nánast valið hvar hann vildi setja boltann en neðst í nærhorninu varð fyrir valinu.

Oftast þegar þessi lið hafa mæst í Vestmannaeyjum hafa spjöldin flogið villt og galið og það var nákvæmlega það sem gerðist í kvöld. Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins, spjaldaði leikmenn eins og óður væri og gerðist svo brattur að sýna formanni knattspyrnuráðs ÍBV rauða spjaldið.

Þóroddur hefði hins vegar mátt halda spjöldunum í vasanum þegar hann gaf Gauta Þorvarðarsyni sitt anað gula spjald og þar með rauða því þar var klárlega um leikaraskap að ræða hjá Davíð Þór Viðarssyni.

Gauti braut á Davíð Þór en fyririði FH-inga lét eins og hann hefði hlustað á sjálfan sig syngja Leiðin Okkar Allra með Hjálmum slík voru tilþrifin.

Eyjamenn komu með hausinn á réttum stað í seinni hálfleikinn og áttu tvö afar góð færi en FH gerði út um leikinn þegar Ásgeir Gunnar Ásgeirsson skoraði þriðja mark FH-inga í leiknum.

Eftir mark Ásgeirs gerðist fátt markvert og leiktíminn rann út.
FH-ingar hafa nú unnið níu leiki í röð og stefna hratt í átt að íslandsmeistaratilinum.

Eyjamenn verða hins vegar að fara bíta meira frá sér á heimavelli ef þeir ætla að eiga einhverja von um það að halda sér í deild þeirra bestu.

ÍBV-FH 0-3
Atli Viðar Björnsson (9.)
Matthías Vilhjálmsson (19.)
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (52.)

Hásteinsvöllur: Vestmannaeyjar. Áhorfendur: Ekki gefið upp
Dómari: Þóroddur Hjaltalín 4.

Skot (á mark): 12-18 (5-9)
Varin skot: Albert 7 - Daði 5
Horn: 5-6
Aukaspyrnur fengnar: 11-14
Rangstöður: 4-3

ÍBV (4-4-2)
Albert Sævarsson 6
Matt Garner 5
Christopher Clements 4
Andri Ólafsson 5
Yngvi Magnús Borgþórsson 5
(62, Augustine Nsumba 4)
Pétur Runólfsson 4
Tony Mawejje 4
Gauti Þorvarðarson 3
Ingi Rafn Ingibergsson 5
(62, Viðar Örn Kjartanson 4)
Eiður Aron Sigurbjörnsson 5
Ajay Leicht Smith 5
(62, Þórarinn Ingi Valdimarsson 5)

FH (4-3-3)
Daði Lárusson 5
Tommy Nielsen 5
(73, Viktor Örn Guðmundsson)
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 5
Pétur Viðarsson 6
Davíð Þór Viðarsson 5
Tryggvi Guðmundsson 5
Matthías Vilhjálmsson 7 - Maður leiksins
Atli Guðnason 5
Guðmundur Sævarsson 5
(83, Björn Daníel Sverrisson)
Atli Viðar Björnsson 5
Hjörtur Logi Valgarðsson 5
(40, Freyr Bjarnason 5)

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).