FH með sigur í Eyjum

29.Júní'09 | 08:01
FH-ingar unnu sinn níunda leik í röð þegar þeir heimsóttu ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld.
Það var leiðindaveður í Eyjum í kvöld en það hafði ekki mikil áhrif á leikmenn FH því strax á níundu mínútu voru þeir komnir yfir eftir fallega sókn. Matthías Vilhjálmsson fékk boltann fyrir utan teig ÍBV, renndi honum til hægri á Atla Guðnason sem sendi fyrir á Atla Viðar Björnsson sem renndi boltanum auðveldlega framhjá Albert í markinu.

Tíu mínútum seinna skoruðu FH-ingar sitt annað mark. Matthías Vilhjálmsson, sem átti þátt í öllum mörkum FH og var frábær í kvöld, fékk boltann rétt fyrir utan teig Eyjamanna.

Engin pressa kom frá varnarmönnum ÍBV og því gat Matthías Vilhjálmsson nánast valið hvar hann vildi setja boltann en neðst í nærhorninu varð fyrir valinu.

Oftast þegar þessi lið hafa mæst í Vestmannaeyjum hafa spjöldin flogið villt og galið og það var nákvæmlega það sem gerðist í kvöld. Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins, spjaldaði leikmenn eins og óður væri og gerðist svo brattur að sýna formanni knattspyrnuráðs ÍBV rauða spjaldið.

Þóroddur hefði hins vegar mátt halda spjöldunum í vasanum þegar hann gaf Gauta Þorvarðarsyni sitt anað gula spjald og þar með rauða því þar var klárlega um leikaraskap að ræða hjá Davíð Þór Viðarssyni.

Gauti braut á Davíð Þór en fyririði FH-inga lét eins og hann hefði hlustað á sjálfan sig syngja Leiðin Okkar Allra með Hjálmum slík voru tilþrifin.

Eyjamenn komu með hausinn á réttum stað í seinni hálfleikinn og áttu tvö afar góð færi en FH gerði út um leikinn þegar Ásgeir Gunnar Ásgeirsson skoraði þriðja mark FH-inga í leiknum.

Eftir mark Ásgeirs gerðist fátt markvert og leiktíminn rann út.
FH-ingar hafa nú unnið níu leiki í röð og stefna hratt í átt að íslandsmeistaratilinum.

Eyjamenn verða hins vegar að fara bíta meira frá sér á heimavelli ef þeir ætla að eiga einhverja von um það að halda sér í deild þeirra bestu.

ÍBV-FH 0-3
Atli Viðar Björnsson (9.)
Matthías Vilhjálmsson (19.)
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (52.)

Hásteinsvöllur: Vestmannaeyjar. Áhorfendur: Ekki gefið upp
Dómari: Þóroddur Hjaltalín 4.

Skot (á mark): 12-18 (5-9)
Varin skot: Albert 7 - Daði 5
Horn: 5-6
Aukaspyrnur fengnar: 11-14
Rangstöður: 4-3

ÍBV (4-4-2)
Albert Sævarsson 6
Matt Garner 5
Christopher Clements 4
Andri Ólafsson 5
Yngvi Magnús Borgþórsson 5
(62, Augustine Nsumba 4)
Pétur Runólfsson 4
Tony Mawejje 4
Gauti Þorvarðarson 3
Ingi Rafn Ingibergsson 5
(62, Viðar Örn Kjartanson 4)
Eiður Aron Sigurbjörnsson 5
Ajay Leicht Smith 5
(62, Þórarinn Ingi Valdimarsson 5)

FH (4-3-3)
Daði Lárusson 5
Tommy Nielsen 5
(73, Viktor Örn Guðmundsson)
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 5
Pétur Viðarsson 6
Davíð Þór Viðarsson 5
Tryggvi Guðmundsson 5
Matthías Vilhjálmsson 7 - Maður leiksins
Atli Guðnason 5
Guðmundur Sævarsson 5
(83, Björn Daníel Sverrisson)
Atli Viðar Björnsson 5
Hjörtur Logi Valgarðsson 5
(40, Freyr Bjarnason 5)

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).