Tvö veiða og þriðja skipið siglir með aflann til Eyja

26.Júní'09 | 12:37

Kap ve VSV

Skip frá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hafa verið á „tvíburaveiðum“ fyrir austan land undanfarið; tvö skip veiða þar makríl og síld í tvíburatroll, og það þriðja siglir með aflann til Eyja. Um 4000 tonn eru komin í land. Aflinn fer allur í bræðslu enn sem komið er, en stefnt er að því að vinna hluta aflans sem kemur í land eftir helgi.

Sighvatur Bjarnason og Kap eru að veiðum en Kap II siglir með aflann til heimahafnar. Kap II kom drekkhlaðin til Eyja í gær og hélt aftur á miðin í morgun.

„Þau eru að veiða makríl og norsk-íslenska síld í bland - álíka mikið af hvorri tegund," sagði Stefán Friðriksson aðstoðarframkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins í morgun.

Veiðarnar hófust strax eftir sjómannadaginn og á þeim þremur vikum sem síðan eru liðnar hefur Vinnslustöðin fengið um 4000 tonn á land.

Kap II hefur komið í þrígang til Eyja af miðunum en Sighvatur Bjarnason og Kap hafa hvort um sig landað einu sinni, síðan „tvíburaveiðarnar" hófust.

„Þetta er svipað og Síldarvinnslan gerði í fyrra og þegar Margrétin frá Samherja veiddi síldina í Breiðafirði um borð í Súluna."

Stefán á von á bæði Sighvati Bjarnasyni og Kap í land eftir helgi og þá er gert ráð fyrir því að hluti aflans fari í vinnslu til manneldis. „Við erum að minnsta kosti tilbúnir í það hér í landi og vonumst til þess að geta unnið nýjasta aflann. En það kemur í ljós hvort hráefnið verður af nægjanlega gæðum til þess," sagði Stefán.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.