Lundasport catch and release

26.Júní'09 | 09:27

Lundir lundar

Lundaveiði hefur verið bönnuð um ótilgreindan tíma í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis - og framkvæmdarsviði bæjarins sem hefur heimildir til Lundaveiði á sinni könnu. Það er vissulega súrt fyrir margan veiðimanninn að heyra slíkar fréttir enda er um áratugalanga hefð hér í Vestmannaeyjum að skella sér í Lundaveiði. Samfélag veiðimanna í úteyjunum er stórbrotið og er nánast ólýsanleg lífsreynsla að upplifa kyrrðina og rónna sem fylgir því að vera helgi eða jafnvel heila viku út í eyju og lifa einföldu lífi veiðimannsins.

enn þurfa þó ekki að örvænta, vegna þess að veiðarfæri Lundaveiðimanna er nú þannig gert að það skaðar fuglinn ekki að flækjast í háfnum og mætti því alveg halda uppi hefðbundnum veiðum áfram en þó með svipuð sniði og Laxveiðimenn halda uppi þ.a.e.s catch and release. Menn veiða Lunda, losa hann úr flækjunni, smella á hann einum vænum koss og sleppa honum út í villta náttúruna, reynslunni ríkari.

Það tíðkast hjá mörgum að veita fyrsta Lunda sumarins frelsi svo menn ættu nú að geta gert þetta við alla þá fugla sem þeir veiða. Það er bara spurning hvort að fuglinn læri þá ekki á veiðimennina og ná að snúa á þá í næstu ferð og gera þar með veiðarnar erfiðari. Þó er varla hægt að kvíða því, enda ekki til betra en að sitja rólegur og þolinmóður eftir tækifæri til að krækja í næsta fugl.

tekið af eyverjar.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is