Þrettánda ár Hermanns

24.Júní'09 | 08:04
HERMANN Hreiðarsson landsliðsfyrirliði frá Vestmannaeyjum hefur í sumar sitt þrettánda tímabil í ensku knattspyrnunni, og þar af það ellefta í úrvalsdeildinni. Bestu deild í heimi að flestra mati. Hann samþykkti í gær tilboð Portsmouth um eins árs samning og hefur sitt þriðja tímabil með félaginu þegar það mætir Portsmouth í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar 15. ágúst nk.
Það var sumarið 1997 sem ævintýri Eyjapeyjans hófst en þá keypti Steve Coppell, þáverandi knattspyrnustjóri Crystal Palace, hann af ÍBV. Hermann hafði spilað 66 leiki í efstu deild hér heima með Eyjamönnum og skorað í þeim 5 mörk. Eins og sjá má á meðfylgjandi korti hefur Hermann spilað með sex félögum í Englandi, í öllum deildum, en langmest í úrvalsdeildinni þar sem hann lék í vetur sinn 300. leik. Á komandi vetri mun Hermann spila sinn 400. deildaleik í Englandi þegar leikir í öllum deildum eru taldir saman.

Tel mig eiga nóg inni
„Það lá í raun í loftinu að ég myndi semja aftur við Portsmouth þótt ýmislegt annað hafi verið í deiglunni. Okkur fjölskyldunni líður frábærlega á þessum slóðum, við höfum verið hér í tvö skemmtileg ár, og svo tel ég mig eiga nóg inni til að spila áfram í úrvalsdeildinni, sem að sjálfsögðu vó þungt," sagði Hermann við Morgunblaðið í gær, strax eftir að hann og Ólafur Garðarsson umboðsmaður höfðu gengið frá málum símleiðis við forráðamenn Portsmouth.

Fjallað hefur verið um áhuga nokkurra félaga á honum, m.a. Middlesbrough, sem féll úr úrvalsdeildinni á dögunum, og skosku stórveldanna Celtic og Rangers sem Hermann var orðaður við.

„Það var Middlesbrough sem sýndi mér mestan áhuga og svo voru þreifingar varðandi bæði Celtic og Rangers, en það fór ekki eins langt. Þar voru engar viðræður komnar í gang, heldur aðeins búið að ræða um að þeir vildu fá mig þegar þeir væru búnir að selja aðra leikmenn úr sínum hópi."

Nánar í Morgunblaðinu í dag

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is