Mestar líkur á afar takmörkuðum veiðum

19.Júní'09 | 12:02

Lundi

Það liggur fyrir að veiðin verður mjög takmörkuð en það er hæpið að það verði engin veiði,“
segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, um lundaveiðar í ár. Hann segir að bæjarráð muni taka ákvörðun fyrir mánaðamót ellegar haldi veiðimenn til veiða 1. júlí.

Náttúrustofa hefur lagt til að veiðar verði ekki heimilaðar í ár en þeir sem Fréttablaðið ræddi við telja líklegast að leyfi verði veitt fyrir veiðar í viku til tíu daga í sumar.

„Að vísu er það rétt sem veiðimenn hafa haldið fram að veiðar á fimm til tíu þúsund lundum hafa engin úrslitaáhrif um afdrif stofnsins," segir Erpur Snær Hansen, sviðsstjóri vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands. „Hins vegar er það slök veiðisiðfræði að að veiða úr stofni sem á verulega erfitt uppdráttar. Endurnýjunin þyrfti líka að vera miklu meiri svo við gætum kallað þetta sjálfbærar veiðar. Hins vegar vil ég taka það fram að flestir veiðimenn hafa sýnt aðhald í veiðum síðustu tvö ár og eiga heiður skilinn fyrir það."

Nánar í Fréttablaðinu í dag.

Mynd Sigurður Agnar

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.