Hagkerfi Eyjamanna stóðst

17.Júní'09 | 10:19

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

STAÐA bæjarfélagsins er traust og brimskaflar bankahrunsins hafa lítið raskað svefni Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Skuldir hafa minnkað og þvert á spár hafa útsvarstekjur aukist í ár. Atvinna er næg og íbúum hefur fjölgað í fyrsta skipti í mörg ár. Hagkerfi Eyjamanna stendur á gömlum merg útgerðar og sjómennsku sem bæjarstjórinn vill ekki að hróflað verði við. Ferðamennskan er stöðugt vaxandi og í sjónmáli stórlega bættar samgöngur frá Landeyjum yfir til Eyja.

Talið barst fyrst að útgerðinni þegar rætt var við Elliða í vikunni.

„Það hefur gengið vel hjá trollurunum allt þetta ár og svo er makríllinn farinn að gefa sig og bátarnir koma drekkhlaðnir inn," segir Elliði. „Einhverjir frysta makrílinn um borð, aðrir eru að gera tilraunir með að kæla aflann sem svo er unninn að einhverju leyti í landi. Þetta eru ólympískar veiðar eins og stendur og menn eru því líka að keppast við að ná sem mestum afla áður en makríllinn verður kvótasettur á einstök skip."

Njóta góðs af sveigjanleikanum
Hann segist hafa verið kvíðinn fyrstu mánuði ársins þegar loðnuvertíð brást og óttast að tekjur fyrirtækja og útsvar til bæjarins myndi dragast saman. „Þessi ótti reyndist ástæðulaus og þó að við fengjum vart kíló af loðnu á vertíðinni jukust útsvarstekjur bæjarins fyrstu fjóra mánuði ársins frá sama tíma í fyrra," segir Elliði.
„Fyrst og fremst er þetta vegna þess að það hefur árað mjög vel fyrir trollbátana og gulldeplan var líka búbót í byrjun ársins. Það hefur verið mikil vinna hér heima og blessuð krónan hefur hjálpað okkur. Það skiptir eðlilega mestu máli að fyrirtækin eru að flytja út fisk og fá borgað í erlendum peningum, en stór hluti kostnaðar er í krónum.

Hluti af aflanum fer beint í gáma, en hluti fer til vinnslu í húsunum hér. Verð á þessum afurðum er mjög breytilegt og oft fæst hátt verð fyrir ferskan fisk og lágt verð fyrir vinnslufisk og svo öfugt. Menn njóta góðs af sveigjanleikanum og það er ekkert flutt út sem er hagstæðara að vinna hér."

Fjölgun og trú á framtíðina
Íbúafjöldi í Vestmannaeyjum hefur verið mjög breytilegur frá því í Heimaeyjargosinu 1973. Þá yfirgáfu íbúarnir 5.200 eyjuna nánast á einni nóttu. Eftir gos fjölgaði aftur hægt og bítandi og um 1990 voru íbúar orðnir tæplega 5 þúsund. Þá fækkaði að nýju þar til fyrir tveimur árum að aftur byrjaði að fjölga. 1. desember 2007 voru 4.040 íbúar í Eyjum, 1. desember 2008 voru þeir orðnir 4.090 og um miðjan maímánuð bjuggu 4.144 í Vestmannaeyjum.
„Fjölgun hér var á góðu skriði þegar þessi iðnbylting, sem ég kalla svo, skall á í fiskvinnslunni um 1990," segir Elliði. „Þá þurfti færri hendur til að vinna hvert tonn í landi og við sáum neikvæða íbúaþróun í nokkur ár. Sömuleiðis var hagkerfi höfuðborgarsvæðisins þannig að það sogaði talsvert til sín af fólki, en nú sjáum við klár merki þess að þetta er að snúast við.

Nánar í Morgunblaðinu í dag

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.