Safnastefnan mótuð í Eyjum

16.Júní'09 | 08:55

höfn vestmannaeyjahöfn vestmannaeyjar vestmannaeyjabær

„HUGMYNDIR þeirra félaga eru spennandi og sannarlega eru eldhugar þarna á ferð, en hugmyndir þeirra um staðsetningu fara ekki saman við þá stefnu sem bæjarfélagið vinnur nú eftir í safna- og menningarmálum,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Undir hann voru bornar hugmyndir þeirra Sigmunds Jóhannssonar og Stefáns Runólfssonar, sem frá var greint í blaðinu í gær, um að söfnin í Vestmannaeyjum flyttust í endurgert húsnæði Ísfélagsins og Fiskiðjunnar.

„Samkvæmt stefnu í safna- og menningarmálum er unnið að framkvæmdum á þremur sviðum," segir Elliði. „Undir heitinu Eldheimar, sem einnig er kallað Pompei norðursins, er unnið að uppgrefti á gömlum húsum sem fóru undir hraun í gosinu. Á vegum Safnheima er unnið að viðbyggingu við safnahús og endurgerð á því. Loks eru það Sæheimar, sem er endurgerð á Náttúrugripa- og fiskasafninu okkar," segir Elliði.

Hann segir að við stefnumótun og í upphafi þessara framkvæmda hafi verið farið í úttekt á húsnæði fiskvinnslufyrirtækjanna, sem Sigmund og Stefán hafi lagt til að verði nýtt undir öll söfn í Eyjum. Horfið hafi verið frá því að nota þetta húsnæði, þar sem að ódýrara hefði verið að rífa húsin og byggja ný. Jafnvel þótt ekki hefði þurft að greiða fyrir kaup á þeim. Bærinn eigi aðeins Fiskiðjuhúsið, sem sé lítill hluti af mannvirkjunum, og að stórum hluta illa farinn eftir bruna.

Flestu slegið á frest
Elliði segir að vilyrði fyrir 300 milljónum króna vegna menningarhúss hafi ekki skilað sér að fullu en um þriðjungur hafi farið til að mæta framkvæmdaþörf vegna fyrrnefndra verkefna. Síðan hafi flestum stórum framkvæmdum verið slegið á frest með versnandi ástandi.

Í hnotskurn
» Hugmynd Sigmunds og Stefáns gengur út á að öll söfn í Eyjum verði í húsum Fiskiðjunnar og Ísfélagsins.
» Bærinn á aðeins hluta Fiskiðjuhússins.
» Á Eyjatorgi yrðu margvíslegar sýningar og uppákomur auk hefðbundinnar safnastarfsemi.
» Hugmyndaauðgi þeirra félaga er ótrúleg segir bæjarstjórinn.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is