Hermann orðaður við Celtic

16.Júní'09 | 09:48

Hemmi Hreiðars Hermann Hreiðarsson

Svo virðist sem bæði skosku stórveldin hafi augastað á Hermanni Hreiðarssyni, fyrirliða íslenska landsliðsins í knattspyrnu og leikmanni Portsmouth, því nú er hann orðaður við Celtic í enskum fjölmiðlum. Áður hefur komið fram að skosku meistararnir Rangers vilji fá hann í sínar raðir.

Enska blaðið Daily Record segir frá þessu í dag og byggir á samtali við Ólaf Garðarsson, umboðsmann, sem segir að það séu fleiri en eitt lið í Skotlandi. „Það eru engir samningar komnir á borðið en það gæti verið kominn möguleiki í Skotlandi, auk Englands," er ennfremur haft eftir Ólafi.

„Ég veit ekki hvað er í gangi, ég verð að ræða við minn umboðsmannn," segir Hermann við Daily Record.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.