DAGSKRÁ - 17. JÚNÍ 2009

16.Júní'09 | 12:26

Hér fyrir neðan má sjá dagskrá 17.júní hátíðarinnar í eyjum á morgun og er hún glæsileg að vanda.

Miðvikudagur 17. JÚNÍ
Kl. 09.00 Fánar dregnir að húni í bænum.

Kl. 10.30 Hraunbúðir
Fjallkonan Sara Dögg Guðjónsdóttir flytur hátíðarljóð
Tónlistaratriði Jarl, Sæþór og Þórir
Kl. 15.00 Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur fyrir vistmenn og hátíðargesti

Kl. 13.20 safnast saman við Íþróttamiðstöðina fyrir skrúðgöngu
Kl. 13.30 Gengið verður frá Íþróttamiðstöðinni niður Illugagötu og Hásteinsveg að Stakkó. Félagar úr Lúðrasveit Vestmanneyja leika fyrir göngunni. Fánaberar úr Skátafélaginu Faxa leiða gönguna ásamt Leikfélagi Vestmanneyja og fleirum.

Kl. 14.00 Hátíðardagskrá á Stakkagerðistúni.
Formaður bæjarráðs og menningar- og tómstundaráðs Páley Borgþórsdóttir setur hátíðina.
Elliði Vignisson bæjarstjóri flytur hátíðarræðu.
Fjallkonan flytur hátíðarljóð.
Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur
Ávarp nýstúdents Sveins Friðrikssonar
Eyvindur Ingi Steinarsson syngur með börnunum
Verðlaunaafhending fyrir þátttöku í Fjölskylduhelgi Fjölskyldu- og fræðslusviðs helgina 30.maí - 1 júní. 11 fjölskyldur verðlaunaðar.
Hljómsveitin Vangaveltur flytur nokkur lög.
Védís og Árni Óli leika og syngja
Fimleikasýning fimleikafélagsins Ránar.
Leikfélag Vestmannaeyja: Leikir, glens og gaman á Stakkó.
Kynnir Bjarki Ingason.

Þjóðhátíðargestir athugið !

Kvenfélagið Líkn verður með veitingasölu í Akóges frá kl. 14.00.

Gíslína Dögg Bjarkadóttir sér um andlitsmálun á Stakkó

Sundlaug Vestmannaeyja er opin 10.00 - 13.00 17. júní

Byggðasafn opið 14.00 - 17.00
Fiska - og náttúrugripasafnið opið 11.00 - 17.00

Verði veður ekki hagstætt flyst auglýst dagskrá inn í íþróttamiðstöð Vestmannaeyjabæjar, það yrði auglýst sérstaklega í hádegisútvarpi þann 17. júní.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).