Þrjár rúðubrot voru tilkynnt til lögreglu í vikunn

15.Júní'09 | 11:49

Lögreglan,

Nokkuð rólegra var hjá lögreglu s.l. viku en vikurnar þar á undan.  Var Pæjumótið haldið samkvæmt venju og fór það vel fram að vanda.
Mánudaginn 8. júní s.l. var haldinn hjóladagur í leikskólanum Sóla. Mættu lögreglumenn þangað til að berja hjólaflota krakkanna augum og ræða málin. Ræddu lögreglumenn við krakkana um þær reglur sem gildi um krakka á reiðhjólum og umferðina almennt. Var leikurinn svo endurtekinn föstudaginn 12. júní s.l. en þá mættu yngri krakkar með sín hjól. Voru krakkarnir mjög áhugasmanir um fróðleikinn og höfðu allir gaman af.

Þrjár rúðubrot voru tilkynnt til lögreglu í vikunni. Tilkynnt var um rúðubrot í húsnæði AA samtakanna að Heimagötu 24. Var rúðan brotin á tímabiliu 7. - 8. júní s.l. frá kl. 11:00 - 19:15. Þá var tilkynnt um rúðubrot í blómabúðinni Blómaskerinu, Bárustíg 11. Var rúðan brotin aðfaranótt sunnudagsins 14. júní s.l. Þriðja tilkynningin um rúðubrot var vegna brotinnar afturrúðu (hægra megin) í bifreið er stóð í bifreiðastæði við Hólagötu 39. Var rúðan brotin um miðjan dag sunnudagsins 14. júní s.l. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar um ofangreind rúðubrot eru beðnir að hafa samband við lögreglu.

Að kvöldi þriðjudagsins 9. júní s.l. urðu lögreglumenn á eftirliti varir við mann er var kominn í sjálfheldu í Hánni. Höfðu lögreglumennirnir samband við Neyðarlínu (112) sem ræsti út félaga í Björgunarfélagi Vestmannaeyja. Sigu þeir niður að manninum og komu honum heilum á höldnu til jarðar aftur. Var maður þessi ölvaður en það þykir ekki gott að vera á þannig ástandi við fjallgöngur og klettaklifur.

Í vikunni var lögreglu afhenntur poki með hvítu dufti í en hann hafði fundist fyrir utan einn af veitingastöðum bæjarins. Á þessari stundu er ekki vitað um hvaða efni er þarna að ræða en rannsókn stendur yfir.

Af umferðinni er það að frétta að tilkynnt var um eitt umferðaróhapp í vikunni. Var þar um minniháttar árekstur við ljósastaur að ræða og urðu engin meiðsl á fólki.

Einn ökumaður var kærður fyrir að tala í farsíma við aksturinn án þess að nota til þess handfrjálsan búnað. Sex ökumenn voru kærðir fyrir að virða ekki umferðarmerki með því að leggja bifreiðum sínum ólöglega í bænum.

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is