Eldhugar á áttræðisaldri vilja að söfn í Vestmannaeyjum verði í gömlum frystihúsum á Eyjatorgi

15.Júní'09 | 09:11

Vestmannaeyjahöfn

Eldhugarnir Sigmund Jóhannsson og Stefán Runólfsson hafa síðustu vikur viðrað hugmyndir um að koma upp einu allsherjar menningar- og safnahúsi í Vestmannaeyjum.
Eyjatorg kalla Sigmund og Stefán miðstöðina, sem þeir sjá fyrir sér í gömlum húsum Fiskiðjunnar og Ísfélagsins við höfnina í Eyjum. Hugmyndina hefur Stefán kynnt bæjaryfirvöldum, einstaklingum og félagasamtökum í Eyjum og á fastalandinu. Hann segist hafa fengið jákvæð viðbrögð víðast hvar, en því sé þó ekki að neita að fleiri hugmyndir séu á kreiki. Þá sé ástandið í þjóðfélaginu erfitt um þessar mundir, en 300 milljónir hafi á sínum tíma verið merktar menningarhúsi í Vestmannaeyjum. Þá fjármuni væri eðlilegt að nýta í breytingar og kostnað við menningar- og listamiðstöð í gömlu frystihúsunum, sem gæti rúmað mjög fjölþætta starfsemi.

Þeim Sigmund og Stefáni hefur verið vel til vina í rúmlega hálfa öld. Þá fluttist hugvitsmaðurinn og teiknarinn Sigmund til Vestmannaeyja og hóf störf í Hraðfrystistöðinni þar sem Stefán var verkstjóri. Stefán starfaði einnig sem verkstjóri í Vinnslustöðinni og Fiskiðjunni. Þeir félagar eru nú báðir á áttræðisaldri, en nýta tíma sinn nú m.a. í að vinna þessari hugmynd Sigmunds brautargengi.

„Nú er komið að því að útvíkka hugmyndina og opna umræður um þessi mál," segir Stefán. „Það er ekki eftir neinu að bíða. Þrengsli eru mikil nú þegar í söfnunum í Eyjum og brýnt að ráða bót á húsnæðisvanda þeirra. Það yrði best gert með því að hafa þau öll undir einu þaki. Þá styttist í að höfnin á Bakkafjöru verði tekin í notkun og með þeirri samgöngubót tekur aðeins um hálftíma að sigla til Eyja. Það verður sprenging í ferðamennsku hér með tilkomu hafnarinnar," segir Stefán.

Andlit staðarins og andlit bæjarins
Hús Fiskiðjunnar stendur autt og er eign bæjarins, en í húsi Ísfélagsins eru skrifstofur. Framtíð húsanna er óljós, en meðal annars hefur verið rætt um að brjóta húsnæði Fiskiðjunnar niður með tilheyrandi kostnaði. Stefán telur það hið mesta óráð og bendir á að þetta séu sterkbyggð hús og samtals mörg þúsund fermetrar. „Auðvitað kostar talsvert að endurbyggja húsin, en það má gera í áföngum og það kostar mest ef ekkert verður gert."

Nánar í Morgunblaðinu í dag

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.