Þá er vel heppnuð sjómannahelgi að baki og áhöfnin á Álsey er farinn út til síldveiða á ný.

12.Júní'09 | 07:13

Álsey

Veisluhöldin hófust formlega með fótboltamóti sjómanna á föstudeginum, tókum við Álseyjarmenn þar þátt og stóðum við okkur með ágætum. Eftir tvo góða sigra á Suðurey og Berg/Hugins útgerð, var um hreinan úrslitaleik á milli okkar Álseyjarmann og Huginn VE 55 staðreynd. En það var nokkuð sem stefnt var að. Um hörkuleik var að ræða þar sem þeir Hugins menn sóttu í við meira. Við gáfum þó ekki mikið færi á okkur, nema þeim leikmönnum sem við gátum verið rólegir með að myndi aldrei ná að skora þó svo þeir stæðu einir á marklínu eða héldu í stöngina, menn eins og t.d Óskar Haralds;-)

Okkur tókst vel upp með að halda aftur af  þeim Sindra ( sem þó gekk ekki heil til skógar) og rakettunni Hjalta Jó. Þegar líða tók á leikinn þá voru komnir þarna inná ungir og sprækir peyjar sem erfitt var að hlaupa uppi. Losnaði þá um Viðar Búdda og með örlítið betri sendingum og  samvinnu á milli hans og Hjálmars sonar hans hefði kallin hugsanlega komist í eitt færi. En líklega hefði hann Vignir alltaf varið frá honum Viðari, þar sem hann Vignir stóð sig með miklum ágætum og varði oft vel í þessum leik sem og hinum. Við áttum okkar færi og "ekki "færi sem "hefðu" geta verið "færi", "hefðum" við unnið eins og lið á síðasta þriðjung vallar. En ef og væri er ekki tekið með.  En þrátt fyrir góða baráttu og vilja til að vinna þessa margföldu meistara Hugins þá náðu þeir að pota einu marki á okkur án þess að við svöruðum fyrir okkur. Markið kom eftir laust skot utan teigs  í gegnu þvögu og sumarútsölu varnar, boltinn lak inn og þar við sat. Það sem eftir lifði leiks líktist þetta meira einstaklings íþrótt, frekar en um hópíþrótt væri að ræða,  því fór sem fór og á endanum vann betra liðið. Eftir stundarbliks tapsærindi, þá tókum við flestir gleði okkar upp á ný, því þetta er jú bara fótbolti;-) En fyrst og síðast þá var gaman af þessu,  en við munum koma aftur að ári og þá reynslunni ríkari, sterkari, samæfðari og um fram allt sigurstranglegri!!

En einvíginu var ekki lokið þarna, því golfið var eftir og einhverjir vildu meina kappróðri líka.

Kappróðurinn tók óvænta stefnu, mjög óvænta stefnu! þar sem hann Palli kokkur var stýrimaður þeirra Huginsmanna. Strax í byrjun tók hann Palli óvænt stefnunna uppí Skipalyftu og ætlaði hann líklega taka bátinn upp til að þrífa hann og mála, þegar hann loks áttaði sig á því að enga lyftu er lengur þar að finna og varð því frá að hverfa;-) En þessi ráðagerð Palla kom þeim Huginsmönnum ekki illa og gátu þeir andað léttar þegar þeir sáu enga Álseyjarmenn um boð í öðrum róðrabátum. Já þrátt fyrir lélegasta tíma frá upphafi mælinga á þessari braut þá komust þeir á Huginn í 2-0 í einvígi við okkur Álseyjamenn. En okkur til varna þá láðist að láta okkur vita um þessa keppni og engi okkar kannast við að hafa skráð okkur í hana. En það er svo annað mál, auðvita áttum við að taka þátt.

Þá var komið að glasalyftingum upp í Höll en þar var hart barist og var mikið jafnræði með mönnum, sem endaði með jafntefli og var því staðan  2 1/2  á móti 1/2.

En þá var ákveðið að leggja allt undir í golfi daginn eftir.
Þar áttum við að eiga ása uppí erminni sem átti að nota, nema hvað ásarnir mættu ekki. Voru ég og Sibbi því þeir einu sem tókum þátt f.h Álsey. Eftir dapra byrjun okkar Sibba tókum við okkur taki, þá átti Sibbi nokkur glæsilega högg og við enduðum með stæl. Sem dugði þó skammt í keppni við snillinga á borð við Júlla Hallgríms, Óskar Haralds, Viðar Búdda og Ívar. En þetta einvígi var spilað inní móti sem sjómannadagsráð skipulagði, sem að óshyggju hefði mátt vera meira í lagt. En eins og Sibbi sagði réttilega þá var þetta ekki lögleg keppni þar sem aðeins voru spilaðar 9 holur;-) En engu að síður góður endir á góðri helgi og óhætt að byrja að hlakka til þeirra næstu að ári.

Að lokum þá vill ég þakka þeim Hugins mönnum fyrir skemmtilega keppni, sem gaman væri að endurtaka.
Eins vill ég þakka fyrir hönd áhafnar á Álsey Ísfélaginu fyrir gott boð, veitingar og ball, sem og Óla Einars skipstjóra og Höllu konu hans fyrir heimboðið og góðar veitingar.  Maturinn hjá Einsa Kalda og hans fólki var góður uppí Höll og allir virtust skemmta sér vel.

Ég ætla að ljúka þessu með að óska félögum mínum á Álsey góðu gengi, sem lögðu af stað til Þórshafnar með flugi á hádegi mánudag sl.og eru því komnir á miðin hvar sem þeir eru.
En ég ætla að draga mig í hlé hér á síðunni í júní.  Vona ég að við sem lesum þessa síðu fáum góða fréttir af ykkur peyjar á Álsey. Verið því duglegir að fiska og flytja okkur fréttir af síldarmiðunum.
Bestu kveðjur úr landi Kristó...

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.