Pæjumót ÍBV og TM hafið

12.Júní'09 | 07:42
Pæjumót ÍBV og TM er hafið í Vestmannaeyjum. 420 þátttakendur frá 14 félögum eru í Eyjum og verður leikið næstu þrjá daga þar sem úrslitaleikir fara fram á laugardaginn
Í kvöld er setningarathöfnin og að henni lokinni fer fram hæfileikakeppni þar sem Ingó úr Veðurguðunum verður dómari, en hann mun einnig skemmta að keppni lokinni.

Á morgun heldur keppni áfram en um kvöldið fer fram landsleikur á milli Landsliðs og Pressuliðs auk þess sem stelpurnar fara í sundlaugardiskó og haldin verður heljarinnar grillveisla.

Á laugardaginn fara fram úrslitaleikir mótsins og að þeim loknum verður glæsileg lokaathöfn þar sem sigurvegarar mótsins verða verðlaunaðir.

Einnig verður valinn efnilegasti leikmaður mótsins en hann fær afhentann Lárusarbikarinn, en sá bikar er gefinn til minningar um Lárus Jakobsson sem var einn af stofnendum Shellmótsins sem haldið er ár hvert í Vestmannaeyjum fyrir stráka í 6.flokki.

Heimasíða mótsins er http://paejumot.ibv.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.