Bið ekki um annað en að fá tækifæri

12.Júní'09 | 07:08

Gunnar Heiðar

Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur ekki átt sjö dagana sæla með Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í vetur. Esbjerg keypti hann frá þýska liðinu Hamburg fyrir einu ári en þá var hann búinn að vera í láni hjá Vålerenga í Noregi í dágóðan tíma. Það byrjaði ágætlega hjá Gunnar Heiðari og var hann í byrjunarliðinu í fyrstu sex umferðunum.

„Enn og aftur var fenginn nýr þjálfari til liðsins skömmu eftir að ég kom," sagði Gunnar Heiðar. „Óheppnin virðist elta mig á röndum en það er óhætt að segja að ferillinn minn hafi ekki farið hátt eftir Svíþjóðardvölina."
Gunnar Heiðar lék frá 2004 til 2006 með Halmstad í Svíþjóð og varð árið 2005 markahæsti leikmaður deildarinnar. Þá var hann keyptur til Hamburg í Þýskalandi þar sem hann fékk fá tækifæri.

„Svo virðist sem þeir menn sem bera ábyrgð á því að ég sé keyptur til félaganna séu ýmist reknir eða hætta skömmu eftir að ég kem. Þetta er því engin draumastaða."

Gunnar Heiðar skoraði tvö mörk á liðnu tímabili í Danmörku og var ellefu sinnum í byrjunarliði Esbjerg - þar af aðeins einu sinni á þessu ári en það var í lokaumferðinni.

„Það var í leik sem skipti engu máli og þá fékk ég loksins tækifæri. Ég nýtti það vel, spilaði ágætlega og skoraði mark. En ég veit ekki hvernig framhaldið verður. Ég á tvö ár eftir af mínum samningi og er því ekki að stressa mig á þessu."

Gunnar Heiðar lék sex landsleiki á síðasta ári en hefur síðan þá misst sæti sitt í landsliðshópnum, þó að hann hafi ekki lent í neinum meiðslum. „Ég skil það mjög vel að ég hafi ekki verið valinn enda hef ég lítið sem ekkert verið að spila. En ég sé mikið eftir landsliðssætinu og vil fá það aftur. Til þess að það sé mögulegt verð ég að fá að spila."

Honum líður þó vel í Danmörku. „Það eru allir í klúbbnum sem styðja mig heils hugar nema sá sem öllu ræður. Ég bið þó ekki um annað en að fá tækifæri eins og allir aðrir."

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is