Allir út að skokka

10.Júní'09 | 14:59

skokk

Frænkurnar Ása Ingibergs og Minna hafa myndað hlaupahóp og verður hlaupið þrisvar í viku frá Hressó.

Hópurinn er öllum opinn og er þetta fyrir byrjendur sem og lengra komna. Í hverju viku setja þær inn hlaupaplan og í þessari vikur er t.d. eftirfarandi hlaupaplan:

Hver og einn velur sér vegalengd og hraða, 3 leiðir í boði eins og alltaf og eru þær eftirfarandi fyrir vikuna.

Hópur 1 - byrjendur

Sami hringur alla dagana og prógrammið er eftirfarandi

Rösk ganga í 5 mín svo 1 mín í skokk og 90 sek að labba, farið út Strandveg upp Kirkjuveg og svo niður Illugagötu og Hliðarveg og endað hjá Hressó.

Hópur 2

Þriðjudagur: Steinstaðarhringur frá Hressó - upp Illugagötu - Höfðavegur og svo Dalvegurinn niður í Hressó u.þ.b 5 km

Fimmtudagur: Steinstaðarhringur frá Hressó - út Strandveg upp Kirkjuveg Illugagötu - Höfðaveg - Dalvegur - Hlíðarvegur - Strandvegur um 6,5 km

Laugardagur: Strandvegur upp hjá  Sorpu - framhjá Lukku- niður Illugagötu - upp Höfðaveg, fram hjá Steinstöðum, Dalvegur - Hlíðarvegur- Strandvegur u.þ.b 8 km

Hópur 3

Þriðjudagur: Steinstaðarhringur frá Hressó - út Strandveg upp Kirkjuveg Illugagötu - Höfðaveg - Dalvegur - Hlíðarvegur - Strandvegur um 6,5 km

Fimmtudagur: Strandvegur upp hjá  Sorpu - framhjá Lukku- niður Illugagötu - upp Höfðaveg, fram hjá Steinstöðum, Dalvegur - Hlíðarvegur- Strandvegur u.þ.b 8 km

Laugardagur: Strandvegur upp hjá  Sorpu - framhjá Lukku- niður Illugagötu - upp Höfðaveg, fram hjá Steinstöðum, Dalvegur - Hlíðarvegur- út á Eiði og til baka u.þ.b 10 km

Frekari upplýsingar er hægt að finna á:
http://eyjaskokk.blog.is/blog/eyjaskokk/

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.