Upphitun fyrir leik Þróttar og ÍBV

9.Júní'09 | 11:05
Stuðningsmenn ÍBV ætla að koma sér í gírinn fyrir leik Þróttar og ÍBV n.k. sunnudag og hittast á Steak´n Play Grensásvegi, sem er í göngufæri við Valbjarnarvöll.

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, mun sýna myndbrot úr undanförnum leikjum á risaskjá og gefa stuðningsmönnum smá innsýn í sitt starf.

Í leiknum mun ÍBV spila í nýjum varabúningum og verður hann kynntur af þessu tilefni.
Tækifærið verður notað til að sýna myndband með laginu „Slor og skítur" sem hefur verið endurgert með samstarfi leikmanna ÍBV og stórbandsins Hoffmann úr Eyjum.
Steak´n Play býður Eyjamenn sérstaklega velkomna og býður af því tilefni hamborgaratilboð, gos og öl fyrir svanga og þyrsta gesti.

Aðalatriðið er að Eyjamenn hittist, hafi gaman og njóti þess að styðja sitt lið !

Nú er bara að telja niður og verður mæting frá kl. 18:00 á sunnudag og verður leikurinn flautaður á kl. 20:00.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.