Samdi dökkgrænt hátíðarlag

9.Júní'09 | 07:36
Ég er búinn að því, ég bjó það til um helgina," segir Bubbi Morthens spurður um Þjóðhátíðarlagið en það kom í hans hlut að semja það í ár.
„Mér fannst nú tími til kominn að goðsagnapersónunum úr mínum samtíma í Vestmannaeyjum, Bjössa í Klöpp, Eiríki hesti og þeim bræðrum Stjána og Sibba Nínón, yrðu gerð skil í Þjóðhátíðar­lagi," segir hann um efni lagsins, sem líklega verður farið að óma í eyrum landans við lok þessa mánaðar.

Bubbi bjó í Vestmannaeyjum á sínum tíma, samtals hátt í þrjú ár segir hann, svo hann kynntist menningunni þar nokkuð vel. En hverjir voru þessir menn? „Bjössi í Klöpp, eins og segir í textanum, þekkir hnefatal og Eiríkur hestur kunni að lesa sal og brosandi drukku þeir báðir af stút um leið og þeir úr kofanum hreinsuðu út. Og Eyjan þoldi þá alla, og Eyjan þoldi þá alla," segir Bubbi til að gefa forsmekkinn. Bubbi hefur lýst því að hann sjái tónlist í formi lita og sjái hann Þjóðhátíðarlagið í dökkgrænum lit.

Ekki eru allir sáttir við það ráðslag að láta Bubba um Þjóð­hátíðarlagið því tæplega sjöhundruð manns hafa skráð sig í hóp á Facebook þar sem komu hans á Þjóðhátíð er mótmælt

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.