Kostnaður vegna framkvæmda við nýtt útisvæði og endurnýjun búningsklefa hefur hækkað

8.Júní'09 | 08:26

Vestmannaeyjabær bærinn eyjar

Á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs var farið yfir stöðu framkvæmda og kostnað við nýtt útisvæði sundlaugarinnar og endurnýjun búningsklefa og áætluð verklok.
Fyrir liggur að heildarkostnaður við Útisvæði og endurnýjun búningsklefa stefnir umtalsvert umfram fjárhagsáætlun 2009. Helstu ástæður eru þróun gengis og aukið umfang verksins frá gerð kostnaðaráætlunar jafnt á útisvæði sem og við endurnýjun búningsklefa. Ráðið mun ræða nánar á næsta fundi sínum með hvaða hætti hægt verður að mæta auknum heildarkostnaði vegna þessara framkvæmda með tilfærslu og aukafjárveitingu.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is