Fjölmenni í Friðhöfn í gær

7.Júní'09 | 11:32
Í gærdag var fjölmenni mætt niður við Friðarhöfn til að fylgjast með þeirri dagskrá sem í boði var frá Sjómannadagsráði.

Dagskrá Sjómannadagsráðs hófst á föstudaginn með fótboltamóti á Þórsvellinum. Fjögur lið mættu til leiks en þau vöru áhafnir frá Hugni Ve, Álsey Ve, Suðurey Ve og áhafnir útgerðar Berg Hugins.

Áhöfnin á Hugni Ve sigraði fótboltamótið eins og undanfarin ár enda hefur liðað að skipa leikmönnum sem þótti efnilegir á yngri árum.

Í gær hófst svo dagskráin niðri við Friðarhöfn á fornbílasýningu. Kappróðurinn var á sýnum stað og í keppni áhafna þá sigraði lið Álseyjar lið Hugins með miklum yfirburðum. Keppt var í koddaslag og karalokahlaupi og tóku fjölmargir þátt.

Umgjörðin og skipulagið var til fyrirmyndar af hálfu Sjómannadagsráðs.

Myndir frá gærdeginum má skoða hér

Dagskrá dagsins er eftirfarandi:
13-18 Byggðasafn Vestmannaeyja opið.
Ókeypis aðgangur
Mynd Markúsar Jónsson frá Ármóti
„Sjómannslífið í Eyjum frá miðbiki síðustu aldar"
sýnd á heila og hálfa tímanum allan daginn.
Bátslíkön sýnd í Safnahúsinu.
Ljósmyndir úr sjómannslífinu dregnar fram á
safninu og eru gestir beðnir um að bera kennsl á
þá sem ekki hefur enn tekist að nafngreina. -
Verið hjartanlega velkomin.

13.00 Sjómannamessa
Prestur sr. Guðmundur Örn Jónsson.
Organisti: Annika Tonuri Felixdóttir
Ritningalestur: Svana Björk Kolbeinsdóttir,
Bergey Alexandersdóttir, Birta Marinósdóttir.

Eftir messu:
Minningarathöfn við minnisvarða hrapaðra og
drukknaðra.- Ræðumaður Snorri Óskarsson
Blómsveigur lagður við minnisvarðann: Kristín
Sigurðardóttir og Sigurborg Engilbertsdóttir.
 
15.00 Hátíðardagskrá á Stakkagerðistúni
Lúðrasveit Vestmannaeyja
Sjómenn heiðraðir, Snorri Óskarsson
Hátíðarræða: Valmundur Valmundson
Verðlaunaafhendingar
Barnadagskrá Leikfélags Vm.
Fimleikafélagið Rán
Hoppukastalar

20.30 Höllin opnar fyrir tónleika

21.15 Tónleikar með Dúndurfréttum
"Best OFF" Zepplin-Deep Purple ásamt öllum
þessu bestu lögum frá þessum tíma þetta
verður meiriháttar. ekki missa af þessu því þarna
er bara um stórviðburð að ræða og gott að enda
helgina á þessu. Aðgangseyrir kr. 2.500,-

Eyjar.net óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.