Stjórnin er að svíkja þjóðina

6.Júní'09 | 15:26

Eygló

Eygló Harðardóttir, þingmaður og ritari Framsóknarflokksins, segir að með samkomulagi sínu við Breta og Hollendina um Icesave reikningana sé ríkisstjórnin að svíkja þjóðina. Hún segir að Samfylkingin hafi aldrei haft vilja til að kanna lagastöðu Íslands í málinu. „Ég tel þetta samkomulag vera mikil svik," segir þingmaðurinn.
Samkomulag milli þjóðanna vegna um Icesave reikningana var undirritaður í nótt. Samkvæmt samkomulaginu munu Bretar aflétta hryðjuverkalögunum 15. júní og þá mun Tryggingasjóður innstæðueigenda ábyrgjast innstæður eigenda reikningana upp að því lágmarki sem tilskipun Evrópusambandsins gerir ráð fyrir. Samkvæmt því ábyrgist sjóðurinn 650 milljarða íslenskra króna vegna Icesave í löndunum tveimur.

„Mér finnst margt benda til þess að ekki hafi verið staðið nægjanlega vel að verki í málefnum Icesave. Ríkið er að taka á sig 650 milljarða skuldbindinu og jafnvel meira ef þú reiknar raunverulegt gengi auk vaxtakostnaðar," segir þingmaðurinn.

Þá fullyrði Eygló að ríkið beri enga ábyrgð á Tryggingasjóði innstæðueigenda. „Það er engin ríkisábyrgð á sjóðnum."

Eygló telur að innan Samfylkingarinnar hafi aldrei verið raunverulegur vilji til þess að kanna lagastöðu Íslands í sætinu. Hún segir að Vinstri græn hafi skipt um ham þegar flokkurinn tók sæti í ríkisstjórn. „Það var geysileg vonbrigði en ég hélt að flokkurinn ætlaði að fara í hart og þess vegna hafi Svavar Gestsson verið fenginn til að vera í forsvari fyrir samninganefndina."

„Ég er virkilega sorgmædd í dag með þessa niðurstöðu," segir Eygló að lokum.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.