Sjómannadagsblað Vestmannaeyja komið út

5.Júní'09 | 12:11

Sjómannablaðið

Sjómannadagsblað Vestmannaeyja er fyrir löngu búið að skipa sér fastan sess í hátíðahöldum Sjómannadagsins í Eyjum.  Blaðið hefur alltaf verið efnisríkt og fjölbreytt og er engin undantekning á því í ár. 

Meðal efnis er umfjöllun um heilsuátak áhafnarinnar á Álsey VE og bloggsíður áhafna þar sem rætt er við Gylfa Birgisson, sem kom upp einni fyrstu bloggsíðu skipa hér á landi.  Þá er rætt við þúsundþjalasmiðinn Tryggva Sigurðsson og einnig við Sigurjón Óskarsson, útgerðarmann Ós ehf. en verið er að smíða nýtt skip fyrir útgerðina.  Þá býður Binni í Vinnslustöðinni, ritstjórn blaðsins í mat og er sagt frá matarboðinu í máli og myndum.  Grímur kokkur fór á Fiskidaginn mikla og segir frá því og fjallað er um síldveiðar í höfninni.  Í blaðinu er einnig að finna stuttar kynningar á sjómönnum Eyjanna þar sem þeir svara nokkrum léttum spurningum.

Af aðsendum greinum er helst að nefna grein Arnars Sigurmundssonar um hugmyndir að bættri stórskipahafnaraðstöðu.  Friðrik Ásmundsson skrifar um nýjustu bók Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar, Leiðastjórnun skipa og Jón Berg Halldórsson skrifar aldarminningu Jóhanns Pálssonar.  Þá skrifar Georg Eiður Arnarson minningagrein um besta vin sinn Adolf Magnússon.  Ítarleg umfjöllun er um tuðruferð Eyjamanna hringinn í kringum landið og Grímur Gíslason segir frá hugmyndum að Bakkafjöruferju Vinnslustöðvarinnar og Vestmannaeyjabæjar.

Þetta er aðeins sýnishorn af fjölbreyttu efni blaðsins en auk þessa alls eru fastir póstar í Sjómannadagsblaðinu eins og minning látinna, breytingar á flota, skipakomur og upprifjun á Sjómannadeginum.  Þá er blaðið ríkulega myndskreytt.

Ný ritstjórn var yfir blaðinu í ár en Friðrik Ásmundsson, fyrrum skólastjóri Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum ritstýrði blaðinu samfleytt frá árinu 1999 en lét af störfum 2008.  Við ritstjórninni tóku þrír Eyjamenn, Júlíus G. Ingason, ritstjóri, Hrafn Sævaldsson og Þorbjörn Víglundsson.  Forsíðu blaðsins hannaði Sæþór Vídó en þar er að finna fjölda andlitsmynda þeirra sem koma að sjávarútvegi í Vestmannaeyjum.

Ungmenni frá ÍBV-Íþróttafélagi munu ganga í hús og selja blaðið um helgina en auk þess verður blaðið selt í verslunum bæjarins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.