Góð dagskrá í boði yfir sjómannadagshelgina í eyjum

5.Júní'09 | 10:53

Vestmannaeyjahöfn

Glæsileg dagskrá verður í boði yfir sjómannadagshelgina og m.a verður fornbílasýning, fótboltamót, tónleikar og margt margt fleirra.

Dagskrána í heild má sjá hér að neðan:föstudagur

14.30 Knattspyrnumót áhafna

Sjómannagolf

22.00 Söngkvöld í Akóges
Árni Johnsen og Magnús Eiríksson
ásamt úrvali af tónlistarfólki.
Dúndur fjör - Mætið tímanlega.

00.00 Árni Óli og Védís á Volcano
Þau mæta með vini sína Leó Snæ og Birkir
- Frítt inn - opið til kl. 05

laugardagur

12.00 Bílasýning, forn- og sparibílar

13.00 Sjómannafjör í Friðarhöfn
Sr. Guðmundur Örn Jónsson blessar daginn.
Kappróður, koddaslagur, hlaupið á lokum,
hjóla- og snjóbretti, Mummi & Co, ferð með
sæþotum. Leikfélagið verður á svæðinu með
ýmsar fígúrur og fjör.
Kynnir: Valmundur Valmundsson

14.00 Skákmót. Sjómenn gegn landkröbbum

20.00 Hátíðarsamkoma í Höllinni
Matur
Sæþór Vídó spilar undir borðhaldi
Magnús Eiríksson
Védís, Árni, Leó, Birkir
Tríkot og vinir
Bryndís Ásmundsdóttir
(Janis Joplin og Tina Turner).
Hljómsveitin Sóldögg
Veislustjóri: Jarl Sigurgeirsson

Hljómsveitin Sóldögg leikur fyrir dansi.
Miðaverð kr. 8.000,- (matur, skemmtun,
dansleikur) kr. 2.500,- ( almennur dansleikur
eftir miðnætti)

Nánari upplýsingar og borðapantanir
í síma 698- 2572, 695-1122 eða 481-2611


sunnudagur

10.00 Fánar dregnir að húni

13-18 Byggðasafn Vestmannaeyja opið.
Ókeypis aðgangur
Mynd Markúsar Jónsson frá Ármóti
„Sjómannslífið í Eyjum frá miðbiki síðustu aldar"
sýnd á heila og hálfa tímanum allan daginn.
Bátslíkön sýnd í Safnahúsinu.
Ljósmyndir úr sjómannslífinu dregnar fram á
safninu og eru gestir beðnir um að bera kennsl á
þá sem ekki hefur enn tekist að nafngreina. -
Verið hjartanlega velkomin.

13.00 Sjómannamessa
Prestur sr. Guðmundur Örn Jónsson.
Organisti: Annika Tonuri Felixdóttir
Ritningalestur: Svana Björk Kolbeinsdóttir,
Bergey Alexandersdóttir, Birta Marinósdóttir.

Eftir messu:
Minningarathöfn við minnisvarða hrapaðra og
drukknaðra.- Ræðumaður Snorri Óskarsson
Blómsveigur lagður við minnisvarðann: Kristín
Sigurðardóttir og Sigurborg Engilbertsdóttir.

 

15.00 Hátíðardagskrá á Stakkagerðistúni
Lúðrasveit Vestmannaeyja
Sjómenn heiðraðir, Snorri Óskarsson
Hátíðarræða: Valmundur Valmundson
Verðlaunaafhendingar
Barnadagskrá Leikfélags Vm.
Fimleikafélagið Rán
Hoppukastalar

20.30 Höllin opnar fyrir tónleika

21.15 Tónleikar með Dúndurfréttum
"Best OFF" Zepplin-Deep Purple ásamt öllum
þessu bestu lögum frá þessum tíma þetta
verður meiriháttar. ekki missa af þessu því þarna
er bara um stórviðburð að ræða og gott að enda
helgina á þessu. Aðgangseyrir kr. 2.500,-

Sjómannadagsráð áskilur sér rétt til breytinga á hátíðahöldunum


Matseðill
Ferskt rómin salat, ristaðir brauðteningar,
bacon höfðingjaostur og bazilolía

Pönnuristaður karfi, með pístasíuskel, borinn fram með sítrónurjóma og hvítvínssósu

Saltfiskhnakki, borinn fram með sölvarkrydd¬aðri kartöflumús, brendu rósmarínsmjöri og rúgbrauðskexi

Léttreyktur humar í tempuradeigi, borinn fram á ruccola beði og með sinnepsdressingu

Snöggmarineraður lax, með fennel og kóri¬and¬er gljáa, borinn fram með agúrkusalsa

Lághita eldað dádýralæri, borið fram með
ostafylltum kartöflum og sveppaduxel

Lambainnralæri, borið fram með karmell¬¬ð¬u kartöflum, pönnusteiktu grænmeti, súrsuðum rauðlauk og rauðvínssósu


Ungliðastarf íbv gengur um bæinn og selur sjómannadagsblaðið

Eyjamenn Tökum vel á móti þeim


Kaffisala
Sjómannadagskaffi eykyndilskvenna verður í alþýðuhúsinu á sunnudag kl. 14.30

 

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.