Málþing um auðlindastýringu í dag

4.Júní'09 | 07:24

VSV Sighvatur bátur bátar loðnuveiðar

Málþing um auðlindastýringu og fyrningarleið ríkisstjórnarinnar verður haldið í Höllinni í dag og hefst málþingið 13:20 og stendur það til 17:00.

Það mætti segja að sjómannadagshelgin hefjist í dag með málþingi um mikilvægustu auðlind Íslands og áhrif auðlindastýringar á okkar nánasta umhverfi. Búast má við fjölmenni á fundinum enda skipta skoðanir um leiðir og áhrif í sjávarútvegi og búast má við fjörugum umræðum.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
13:20 Sigurjón M. Egilsson, málþingsstjóri. Inngangur 5 mín.
13:25 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Setning 5 mín.
13:30 Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra 10 mín.
13:40 Þórólfur Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands 10 mín.
13:50 Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins 10 mín.
14:00 Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Deloitte 10 mín.
14:10 Elínbjörg Magnúsdóttir, fiskvinnslukona. Fulltrúi fiskvinnslu 10 mín.
14:20 Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda 10 mín.
14:30 Eiríkur Tómasson, forstjóri Þorbjörns hf. í Grindavík . Fulltrúi útgerðar 10 mín.
14:40 Eyrún Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðahrepps. Fulltrúi sveitarfélaga 10 mín.
 
15:00 Kaffihlé 30 mín.
 
15:30 Pallborðsumræður 60 mín.
16:30 Samantekt pallborðsumræðna 20 mín.
 
16:50 Ráðstefnuslit, Sigurjón M. Egilsson 5 mín.

Það er Þekkingarsetur Vestmannaeyja sem stendur fyrir fundinum í samstarfi við  Vestmannaeyjabæ og Atvinnuþróunarfélag Suðurlands.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.