Forstjóri Barnastofu hrósar Vestmannaeyjabæ fyrir framfarir í barnaverndarmálum

4.Júní'09 | 08:17

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Nýverið fjallaði Morgunblaðið um stöðu barna í kjölfar kreppunnar en tilkynningum til Barnastofu frá skólum um vaxandi ofbeldishegðun barna og unglinga hefur fjölgað að undanförnu.

Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnastofu segir m.a í samtali við Morgunblaðið  að hringferð Barnaverndarstofu um landið sé nýlokið og að 20% aukning hafi orðið á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda að meðaltali fyrstu mánuði ársins. Sérstök ástæða sé til að hafa áhyggjur af stöðu barnaverndarmála og álagi á starfsfólk í Reykjavík, þar sem aukningin er um 40%, og jafnvel í Reykjanesbæ.

Bragi segir m.a. að víðast hvar um landið sé ástandið þokkalegt og að sveitafélög hafi að undanförnu fjölgað starfsfólki í málaflokknum. Sums staðar hafi orðið miklar framfarir og nefnir Bragi staði eins og Austurland, Húnavatnssýslur og Vestmannaeyjar.

Starfsmenn á félags- og fjölskyldusviði er í alla staði einstakt
Elliði Vignisson bæjarstjóri segir m.a að Vestmannaeyjabær hafi strax í upphafi kreppunnar tekið ákvörðun um að standa dyggan vörð um málefni Fjölskyldna í Vestmanaeyjum. Bæjarráð samþykkti í október víðtæka aðgerðaráætlun til að mæta þeim þrengingum sem fyrirséðar voru.

Meðal annars var ákveðið að allar  gjaldskrár á velferðasviði Vestmannaeyjabæjar (svo sem gjaldskrá Frístundavers, Tónlistarskóla, heimilisþjónustu og leiguverð félagslegs húsnæðis) yrðu ekki hækkaðar, leikskólagjöld færð niður fyrir landsmeðaltal, niðurgreiðsla vegna fæðisgjalda í grunnskóla auknar, öllum bæjarbúum boðið gjaldfrjálst aðgengi að söfnum í rekstri Vestmannaeyjabæjar, öllum börnum boðið gjaldfrjálst aðgengi að sundlaug og áfram mætti telja.  Þá voru styrkir til félags eldri borgara hækkaður um 50% og íþróttafélögum veittir viðbótarstyrkir sem alls nema 5.500.000 til að auka þjónustu við börn og unglinga.

Elliði segir að lokum „Í mínum huga er það hafið yfir vafa að þessi úrræði hafa virkað eins og vonast var til.  Þá skiptir afar miklu að starfsmenn okkar á félags- og fjölskyldusviði er í alla staði einstakt.  Þau hafa unnið undir miklu álagi og skilað því með miklum sóma.  Ég efast um að fólk almennt geri sér grein fyrir þeim grettistökum sem þar er lyft á hverjum degi og þá oft fyrir þá sem minnst mega sín í okkar samfélagi.  Í þessu skiptir þó sennilega mestu sú samstaða og sú samhjálp sem við Eyjamenn búum yfir.  Það er auðlynd sem við megum aldrei láta frá okkur taka".

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.