Samanburður á Herjólfi og Kyholm

2.Júní'09 | 15:13

Herjólfur

Í dag fundaði bæjarráð og var m.a. tekin fyrir samanburður Herjólfi og dönsku ferjunni Kyholm sem ætlar er að leysa Herjólf af þegar hann fer í klösun.
Skýrsla Siglinastofnunnar vegna samanburðar á Herjólfi og dönsku ferjunni Kyholm.
1. Bæjarráð þakkar upplýsingarnar sem fram koma í skýrslu Siglingastofnunar um samanburð á Herjólfi og Kyholm. Fyrir liggur að Stýrihópur um Land-Eyjahöfn mælir með því að Herjólfur verði notaður í siglingar í Land-Eyjahöfn til ársins 2013.
Bæjarráð Vestmannaeyja ítrekar fyrri ályktanir sínar hvað varðar þá niðurstöðu að ekki skuli hafa orðið af nýsmíði á Vestmannaeyjaferju eins og stefnt var að.
Bæjarráð tekur undir afstöðu stýrihópsins hvað varðar samanburð á Herjólfi og Kyholm og styður það að Herjólfur verði notaður til siglinga í Land-Eyjahöfn til ársins 2013. Það er þó gert með fyrirvara um að:

a. Frátafir verði ekki meiri en 3%. Slíkt kallar á að dýpið á rifinu verði haldið meiru en 6,0 m. Áætlað er að árin 2010 og 2011 þurfi ekki að dýpka en hins vegar er ekki á vísan róa með það. Í kostnaðarsamanburði ferja er gert ráð fyrir að dýpka þurfi rennu tvisvar á ári fyrir Herjólf frá og með 2012 eða alls 8 skipti. Áætlað dýpkunarmagn í hvert skipti er um 20.000 m³ og kostnaður í hvert skipti um 22 m.kr. Bæjarráð lítur sem svo á að ákvörðun samgönguyfirvalda um að nota Herjólf áfram feli í sér loforð um að allra leiða verði leitað til að frátafir verði innan við 3%.

b. Aukin rekstrarkostnaður verði ekki til þess að ferðum verði fækkað eða dregið úr þjónustu. Samgönguyfirvöld hafa kynnt ákveðið þjónustustig hvað varðar áætlun, fargjöld, farmgjöld, rútuferðir til RVK. og fleira. Bæjarráð lítur svo á að ákvörðun um að nota Herjólf áfram verði ekki til að draga úr því þjónustustigi sem hefur verið kynnt.

c. Herjólfur verði aðlagaður að nýrri siglingaleið og aðbúnaður farþega verið bættur. Fyrir liggur að Herjólfur er kominn til ára sinna. Aðbúnaður farþega er fjarri því sem gerist í nýjum ferjum og mikilvægt að allra leiða verði leitað til að bæta þann aðbúnað. Skipta þarf um stóla, endurnýja búnað, bæta leikrými barna og ýmislegt fleira. Þá liggja einnig fyrir tillögur Skipatækni um viðamiklar breytingar. Bæjarráð lítur sem svo á að samgönguyfirvöld þekki þær breytingar sem gera þarf og að ákvörðun um að nota Herjólf áfram feli í sér loforð um endurbætur á skipinu.

d. Nýsmíði verði boðin út á árinu 2011. Í skýrslu stýrihóps kemur fram að frátafir Herjólfs aukist verulega eftir 2013 vegna þess þá er gert ráð fyrir að það fari að grynnka á sandrifinu. Grynnkun á sandrifinu er unnt að halda í skefjum með dýpkun. Hins vegar getur það gerst að ekki er unnt að dýpka á rifinu í 1-2 mánuði einmitt á því tímabili sem mest er þörf fyrir það. Áhættan af frátöfum getur orðið veruleg yfir vetrarmánuðina. Því lítur bæjarráð svo á að ákvörðun samgönguyfirvalda um að nota Herjólf áfram feli í sér samþykki á tillögum stýrihóps um að þegar á árinu 2011 verði boðin út smíði nýrrar ferju í stað Herjólfs sem kæmi þá í gagnið eigi síðar en sumarið 2013. Bæjarráð óskar eftir því að stýrihópur um nýsmíði verði skipaður eigi síðar en 1. júli 2010.

Bæjarráð óskar ennfremur eftir því að 1. júlí nk., þegar ár er í fyrstu ferð í Land-Eyjahöfn, standi Siglingastofnun fyrir kynningu á verkefninu hér í Vestmannaeyjum þar sem meðal annars verður kynnt staða verkefnisins, þær breytingar sem orðið hafa á framkvæmdartíma, væntanlegt þjónustustig og mat sérfræðinga á sóknarfærum tengdum þessum breytingum á samgöngum til Eyja.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.