Algjör skyldusigur

2.Júní'09 | 15:10

fótbolti

,,Þetta var algjörlega ,,krúsjal" sigur hérna í kvöld, algjör skyldusigur miðað við hvernig staðan er orðin hérna hjá okkur. Þetta var góður leikur og við spiluðum mjög vel, þrátt fyrir að við gáfum þeim víti þarna undir lokin,", sagði Andri í samtali við Fóbolti.net í kvöld.
,,Við skoruðum góð og flott mörk í kvöld, þá sérstaklega það fyrsta. Mjög fallegt mark eftir fína sókn. Við vorum að skapa okkur þessi hálffæri eins og við höfum verið að gera, en erum loksins farnir að klára þessi færi sem við eigum að klára."

Andri var mjög ánægður með alla þrjá framherjana sem spiluðu í kvöld og voru tveir þeirra, Gauti Þorvarðarson og Viðar Örn Kjartansson, að skora sín fyrstu úrvalsdeildarmörk.

,,Þeir áttu allir mjög góðan leik, og eins og við erum alltaf að tala um þá verða menn að nýta sénsinn sinn sem og þeir gerðu allir í kvöld. Gauti (Þorvarðarson) er t.d. búinn að fá tvo leiki núna og leggja upp eitt mark og skoraði svo sjálfur glæsilegt mark í kvöld, svo kemur Viðar inn á og tekst einnig að skora. Með þessu halda þeir þjálfaranum á tánum og gefa honum kannski dálítinn höfuðverk."

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.