Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fagnaði 100. fundi ráðsins 26. maí

29.Maí'09 | 14:38

umhverfisráð

Af því tilefni ákváðu forsvarsmenn Flugfélags Vestmannaeyja að bjóða ráðsmönnum og starfsmönnum í útsýnisflug um skipulagssvæði Vestmannaeyja. Fundurinn var settur í um 500 fetum yfir Surtsey og gaumgæfilega eyjan skoðuð.
Fyrir nokkra ferðalanga var þetta í fyrsta sinn sem svo nærri Surtsey var komið og lýstu sumir ráðsmenn þeirri skoðun sinni að opna ætti fyrir möguleika almennings á að fara út í eyna en auðvitað undir eftirliti. Því næst var flogið yfir Land-Eyjahöfn og upp á Markarfljótseyrar og loks framkvæmdir skoðaðar úr lofti. Þar er á ferðinni gríðarleg mikil og glæsileg framkvæmd þar sem unnið er allan sólarhringinn í því að lengja og stækka hafnargarðanna.

Siglingar í Land-Eyjahöfn munu hefjast ekki síðar en 1. júlí á næsta ári. Þá var flogið yfir úteyjarnar allar og loks Heimaey sjálfa. Ráðsfólk varð margs vísari um alla þessa staði og var mjög ánægt með þetta frumkvæði FV og var félaginu þakkað fyrir gott boð og fróðlega flugferð. Að lokinni flugferðinni var haldið í fundarsal HS við Tangagötu og fundurinn kláraður með afgreiðslu annarra mála sem fyrir lágu hjá ráðinu.

Fundinn sátu Gunnlaugur Grettisson, formaður, Kristín Jóhannsdóttir, varaformaður, Drífa Kristjánsdóttir, Valgeir Arnórsson og Friðbjörn Ólafur Valtýsson auk Ólafs Þórs Snorrasonar framkv. Umhverfis og framkvæmdasviðs og Sigurðar Smára Benónýssonar skipulags- og byggingafulltrúa. Þá var Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari með í flugferðinni og Brynjar Ágúst Sigurðsson, flugmaður.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.